Í tengslum við Sumartónleikana verður Kantötumessa sunnudaginn 2. júlí kl 14:00. Í messunni verður flutt verður heil kantata eftir J.S Bach.
Séra Axel Á. Njarðvík og Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti sjá um messuna, ásamt frábæru tónlistarfólki.
Í tengslum við Sumartónleika í Skálholti verður Kantatan ,,Nach Dir, Herr, verlanget mich" flutt 9. júlí kl 14:00.
Axel Á. Njarðvík predikar og þjónar fyrir altari, ásamt Kristjáni Björnssyni, vígslubiskup í Skálholti.
Fjöldi tónlistarfólks kemur fram.
Bandaríski þjóðlagatónlistarhópurinn Havreh Ensamble býður upp á áhugaverða tónleika í Skálholtskirkju föstudaginn 14. júlí kl 18:00. Aðgangur ókeypis.
Á tónleikunum verður boðið uppá fjölbreytta tónlist - jazz - klassík - heimstónlist.
Verið öll velkomin!
Sextug kirkja einsog ný á þúsund ára kirkjustað. Málþing um gervigreind og trú. Málþing um 12. aldar siðbótina og Þorlák helga. Útgáfumálþing um Skálholt og tyrkjaránið. Tónleikar og stórir kórar. Pílagrímaganga. Hátíðarmessa. Hátíðardagskrá. Útimessa og skata. Sögurölt á hlaðinu. Tíðargjörð.