TÓNLEIKAR

09/11/2019

Tónleikar og sagnastund verður í Skálholtsdómkirkju sunnudaginn 10. nóvember kl. 16.

Tónlistarflutning annast Björg Þórhallsdóttir sópran, Elísabet Waage á hörpu og Hilmar Örn Agnarsson organisti sem leikur á orgelið.

Þau flytja blandaða dagskrá af íslenskum sönglögum, trúarljóðum og þekktum perlum tónbókmenntanna

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Þá er Skálholtsskóli opinn fyrir þau sem vilja fá sér kaffi eða p...

25/10/2019

Dagur herra Jóns Arasonar, 7. nóv., verður haldinn í Skálholti með kórsöng Skálholtskórsins, fiðluleik Jóhönnu Rut Arndísardóttur, organleik Jóns Bjarnasonar og  flutningi á verki eftir Sigurð Flosason, saxafónleikara, Maríuljóði herra Jóns Arasonar. Minnst verður dauða Jóns biskups Arasonar og minnst við endanleg siðaskipti á Íslandi þennan dag árið 1550.

   Sr. Kristján Björnsson, Skálholtsbiskup, og sr. Skírnir Garðarsson, a...

07/09/2019

Á árlegri organistastefnu í Skálholti munu þátttakendur flytja gullfallega sálmumessu eftir franska tónskáldið Gabriel Fauré. Það eru allir hjartanlega velkomnir á tónleikana sem verða undir lok stefnunna mánudaginn 9. september kl. 17.10 - 18.00. 

Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson, orgelleikari Björn Steinar Sólbergsson og einsöngvarar koma úr hópi þátttakenda.

Allir eru hjartanlega velkomnir að njóta þessarar stundar og a...

04/08/2019

Lokadagur Sumartónleikanna er sunnudag 4. ágúst í Skálholtsdómkirkju. Tónleikarnir eru kl. 14 og 16. Kaffihlaðborð er öllum opið í Skálholtsskóla. Messan er kl. 11 og þar leikur Elfa Rún Kristinsdóttir barroktónlist á fiðlu. Aðgangur er ókeypis og kaffihlaðborðið er á hagstæðu verði. Á Sumartónleikunum er hægt að gerast Hollvinur Sumartónleikanna og einnig er hægt að styrkja þá með frjáslu framlagi. Nánar um tónleikana í dag h...

26/07/2019

Eftir vel heppnaða og fjölsótta Skálholtshátíð hefjast Sumartónleikar aftur núna um helgina og einnig um verslunarmannahelgi. Tónlistardagskráin er í heild sinni á www.sumartonleikar.is. Veglegt kaffihlaðborð er að venju bæði laugardag og sunnudag gegn vægu gjaldi. Ekki er aðgangseyrir að sumartónleikum en tekið er á móti frjálsum framlögum ef fólk vill. Sunnudagsmessan er kl. 11 og þar kemur fram tónlistarfólk af sumartónleik...

10/07/2019

Dagskrá Skálholtshátíðar 2019 er margþætt og koma fjölmargir að þjónustu, fyrirlestrum, erindum og tónlistarflutningi. Alla helgina eru veitingar í Skálholtsskóla og gisting.

Þorláksmessumorgun 20. júlí verður útimessa við Þorlákssæti, opið seminar og samtal með dr. Munib Younan, fv. forseta Lútherska heimssambandsins og biskupi í Jórdaníu og Landinu helga, leiðsögn og ganga um náttúru og minjar og tónleikar Skálholtskórsins.

S...

10/07/2019

Mikil tónlistardagskrá er á Skálholtshátíð 20.-21. júlí nk. Jón Bjarnason, dómorganisti í Skálholti, hefur haldið utanum þessa dagskrá, undirbúið hana, fengið til liðs við sig tónlistarfólk, einsöngvara og einleikara auk þess að æfa Skálholtskórinn og stýra honum.

Tónleikar Skálholtskórsins og hljómsveitar eru laugardaginn 20. júlí kl. 16, en þann dag er Þorláksmessa á sumar. Sunnudagsmorgun 21. júlí eru orgeltónleikar Jóns Bja...

12/06/2019

Ungmennakórinn Grand Rapids Symphony Youth Choir er metnaðarfullur kór frá Grand Rapids, Michigan í Bandaríkjunum. Kórinn er hluti af Grand Rapids Symphony og tekur reglulega þátt í tónleikum þeirra. Kórinn samanstendur af 51 ungmenni á aldrinum 12 – 18 ára, sem njóta þess að syngja tónlist hvaðanæfa úr heiminum. Kórinn er á ferð um Ísland með foreldrum og stjórnendum. Meðal viðkomustaða þeirra er Skálholtsdómkirkja en kórinn...

01/06/2019

Sumartónleikarnir 2019 hefjast með tónleikum 5. og 6. júlí og munu m.a. Elektra leika verk Þuríðar Jónsdóttur sem er staðartónskáld Sumartónleikanna í Skálholti. Listafólkið mun einnig flytja verk sín í messu sunnudaginn 7. júlí. Önnur helgi sumartónleikanna verður 13. og 14. júlí með Simultaneo frá Eistlandi. Hlé verður á Sumartónleikum helgina 19. - 21. júlí en þá er Skálholtshátíð sem er kynnt á öðrum stað á heimasíðunni. S...

Please reload

SKÁLHOLT - SAGA OG MENNING Í 1000 ÁR

Sími: +354 486-8870

Skálholtsskóli

Skálholti, 801Selfoss

skalholt@skalholt.is

© 2023 Skálholtskirkjustaður