top of page
British Library_lítil.jpg

Saga og menning í 1000 ár

Skálholt var höfuðstaður Íslands í um 750 ár, miðstöð kirkjunnar og einn þéttbýlasti staður landsins. Saga staðarins er löng og samtvinnuð sögu kristni á Íslandi. Hér sat fyrsti biskup Íslands, Ísleifur Gissurarson. Gissur sonur hans tók við biskupsdómi eftir föður sinn, byggði dómkirkju á staðnum og gaf kirkjunni jörðina með þeim orðum að í Skálholti skyldi vera kirkja meðan kristni héldist í landinu. Á miðöldum óx Skálholtsstaður mjög í andlegu og veraldlegu tilliti og varð snemma einn fjölmennasti staður landsins. Á staðnum var skóli og um tíma prentsmiðja. Mikill búrekstur var í Skálholti og allur húsakostur í samræmi við það. Árið 1630 brann staðurinn allur og margt menningarsögulegra verðmæta glataðist. Öll hús staðarins, nema dómkirkjan, hrundu í jarðskjálftanum 1784 og biskupsstóllinn var fluttur til Reykjavíkur í kjölfarið. Árið 1802 var Brynjólfskirkja rifin og minni kirkja reist í staðinn. Um miðja 20. öld hófst svo endurreisn Skálholtsstaðar. 

Söguminjar og fornleifar í Skálholti

Sögur úr Skálholti - Hlaðvarp

Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir dagskrárgerðarkona hjá Rás 1 drepur í hlaðvarpinu niður á stöku stað í sögu Skálholts með hjálp góðra gesta. Meðal annars segir Karl Sigurbjörnsson frá dýrlingnum Þorláki helga, Hildur Hákonardóttir ræðir um biskupsfrúrnar í Skálholti og Friðrik Erlingsson rekur hina örlagaríku sögu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur.

Þættirnir eru tveir og voru á páskadagskrá Rásar 1 í apríl 2022.

bottom of page