top of page
Skálholtshátíð (9).jpg

Skálholtshátíð

Skálholtshátíð er haldin hátíðleg árlega en hátíðin var fyrst haldin árið 1949 Hátíðin er ávallt haldin helgina sem er næst Þorláksmessu að sumri, sem er 20. júlí. Þá er boðið til veislu í Skálholtskirkju með helgiathöfnum, tíðarsöng, tónleikum og fróðleik. Pílagrímar ganga til hátíðarmessu m.a. frá Þingvöllum og Reynivöllum. 

Dagskrá er vönduð og menningarleg en henni er stýrt af Vígslubiskupi í Skálholti. 

Skálholtshátíð verður haldin helgina 18.-20. júlí 2025

Dagskrá Skálholtshátíðar 2025

SKÁLHOLTSHÁTÍÐ 2025: „Á eina bókina – Eitt í Kristi.“

FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ

  • Kl. 9.00 · Tíðargjörð í dómkirkjunni – Morgunbæn

  • Kl. 12.00–16.00 · Málþing Skálholtsfélagsins hins nýja og vígslubiskups í tilefni af 350 ára ártíð Brynjólfs Sveinsonar biskups í Skálholti og útgáfu nýrrar bókar um Brynjólf eftir dr. Torfa K. Stefánsson Hjaltalín. Málstofustjóri er vígslubiskup, sr. Kristján Björnsson.
    – Efni: Dr. Hjalti Hugason flytur hugleiðingar um Brynjólf sem íkon, dr. Margrét Eggertsdóttir flytur erindi um handritin og söfnunarmarkmið Brynjólfs, dr. Torfi K. Stefánsson Hjaltalín talar um einhvern dugmesta biskup íslensku siðbótarkirkjunnar út frá ævisögunni sem hann hefur skrifað, og Friðrik Erlingsson ræðir um Ragnheiði, ævi og örlög.

  • Kl. 16.00 · Kaffiveitingar á veitingastaðnum Hvönn fyrir málstofugesti í boði félagsins.

  • Kl. 16.30 · Ragnheiðarganga – Friðrik Erlingsson talar og leiðir fólk um heimatorfuna á valda staði í ævi Ragnheiðar Brynjólfdóttur.

  • Kl. 18.00 · Tíðargjörð Ísleifsreglunnar í dómkirkju – Kvöldbæn

LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ

  • Kl. 09.00 · Útimessa við Þorlákssæti – Vígslubiskup þjónar og setur Skálholtshátíð 2025.

  • Kl. 10.00–12.00 · Málþing Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar í tilefni af 1700 ára afmæli Níkeujátingarinnar.“How Can We Be One, Holy, Catholic and Apostolic Church?” Málþingið er á ensku í salnum á Hótel Skálholti. Formaður stofnunarinnar, Bogi Ágústson, setur þingið.
    – Aðalfyrirlesari: Dr. Dirk G. Lange (Lútherska heimssambandið): „Kirkjan játar: Frá Níkeu til nútímans.  A confessing church: From Nicaea to now. An exploration of creed, confessions, communion, and calling“
    Sr. Sveinn Valgeirsson flytur stutt erindi um „Þau sem voru á kirkjuþinginu í Níkeu og bakgrunn þess í frumkirkjunni. Players and theological background“. Dr. María Guðrúnar Ágústsdóttir flytur erindið „Játningar í kirkjulegu samhengi á Íslandi. Creed and confessions in the Icelandic ecclesial context – a short reflection.“
    – Umræðum stýrir dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor og aðstoðarforseti Lútherska heimssambandsins. Í pallborði verða dr. Dirk G. Lange, dr. María G. Ágústsdóttir og sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup.

  • Kl. 13.00 · Fornleifaskóli barnanna hefst við kirkjuna – Heiðdís Einarsdóttir,  leiðsögumaður, fræðir börn og gesti um fornleifar í Skálholti og börnin fá að grafa upp forngripi.

  • Kl. 16.00 · Hátíðartónleikar í dómkirkjunni
    Flutt verða m.a.:
    • Kantata BWV 84 – J.S. Bach
    • Credo in F – Antonio Lotti
    • Air – Bach, Adagio – Albinoni
    Flytjendur:
    – Skálholtskórinn
    – Sópran: Hlín Pétursdóttir Behrens
    – Óbó: Matthías Birgir Nardeau
    – Fiðlur: Joaquin Páll Palomares og Gunnhildur Daðadóttir
    – Víóla: Anna Elísabet Sigurðardóttir
    – Selló: Margrét Árnadóttir
    – Kontrabassi: Gunnlaugur Torfi Stefánsson
    – Stjórnandi og organisti: Jón Bjarnason

  • Kl. 18.00 · Tíðargjörð Ísleifsreglunnar í dómkirkju – Kvöldbæn

SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ – ÞORLÁKSMESSA Á SUMAR

Hápunktur hátíðarinnar í einingu kirkju og kristni

  • Kl. 09.00 · Tíðargjörð að morgni. Fundur í Ísleifsreglunni í Þorláksbúð á eftir fyrir áhugasama.

  • Kl. 11.00 · Orgeltónleikar í dómkirkjunni – Jón Bjarnason flytur verk eftir J.S. Bach á orgelið.

  • Kl. 11.00 Pílagrímaganga barnanna á heimatorfunni í umsjá sr. Elínborgar Sturludóttur.

  • Kl. 14.00 · Hátíðarmessa með skrúðfylkingu og inngöngu pílagríma og barna. Þema messunnar er „Legg þú á djúpið eftir Drottins orði.“  Í messunni verður nýr Steinway D konsertflygill vígður, opnun Bókhlöðu Skálholts verður lýst og tekið á móti gjöf til minningar um dr. Sigurbjörn biskup Einarsson.
    – Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Boga Ágústssyni, Sigríði Hagalín Björnsdóttur, Erlendi Hjaltasyni, Elínborgu Sigurðardóttur, Hildi Ingu Jónsdóttur, Vigdísi Fjólu Þórarinsdóttur, Birni Ásgeiri Kristjánssyni, sr. Sveini Valgeirssyni, sr. Bryndísi Möllu Elídóttur, sr. Örnu Grétarsdóttur, sr. Kristjáni Val Ingólfssyni, sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur, Bergþóru Ragnarsdóttur, djákna, sr. Kristínu Þórunni Tómasdóttur, sóknarpresti og frú Guðrúnu Karls Helgudóttur, biskupi Íslands.
    – Skálholtskórinn syngur. Jón Bjarnason dómorganisti leikur á orgel og flygil og trompetleikarar eru Jóhann I. Stefánsson og Vilhjálmur Ingi Sigurðsson.

  • Kl. 15.30 · Kirkjukaffi í boði staðarins á veitingastaðnum Hvönn

  • Kl. 16.00 · Hátíðardagskrá í kirkjunni
    – Hátíðarerindi flytur Jón Kalman Stefánsson, rithöfundur, og stutt erindi er frá dr. Guðrúnu Nordal, forstöðumanni Árnastofnunar.
    – Kórverk og tónlist flutt af Skálholtskór og Jón Bjarnasyni á orgel og nýja flygilinn.
    – Ávörp flytja dómsmálaráðherra, dr. Dirk G. Lange, frá Lútherska heimssambandinu, og frú Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands.
    – Sagt nánar frá opnun Bókhlöðu Skálholts (Bókhlaðan er opin til sýnis kl. 12-18, minningargjöf um dr. Sigurbjörn biskup og frá fyrirætlunum um Prentsögusetur Íslands.
    – Vígslubiskup, sr. Kristján Björnsson, stýrir dagskrá og slítur Skálholtshátíð

  • Kl. 17.20 ca. · Te Deum – bænagjörð til Guðs

Saga Skálholtshátíðar

Skálholtshátíð er jafnan haldin sem næst Þorláksmessu á sumar, 20. júlí.  Á öldum áður var það mikill helgidagur allt frá því Þorlákur Þórhallsson var lýstur helgur maður á Alþingi þann dag árið 1198. Þá var oft mikill mannfjöldi á staðnum. Svo lagðist þessi hátíð af um tíma. Með stofnun Skálholtsfélagsins 1948 var hátíðin endurreist og fyrst haldin í gömlu sóknarkirkjunni 1949. 

Skálholtshátíð 1956

Á fyrstu Skálholtshátíðinni sem haldin var í Skálholti í júlí árið 1956 var þess minnst að 1000 ár voru liðin frá stofnun biskupsstóls í Skálholti. Talið var að þar hefðu komið 7 - 8 þúsund manns, þar á meðal kirkjuhöfðingjar víðsvegar að auk íslenskra.  Tjaldað var um alla flöt, þar voru sölutjöld og hægt að kaupa sér bjúgu. Flutt voru leikrit sem unnið höfðu samkeppni um handrit að leikþáttum úr sögu Skálholts á 900 ára afmæli biskupsstólsins.  Á pallinum eru samankomnir kirkjukórar víðsvegar að af landinu og var talið að kórinn hafi skipað um 350 manns, en Páll Ísólfsson Dómkirkjuorganisti stjórnaði kórnum.

Lagður var hornsteinn að nýrri kirkju í Skálholti, og er vafalaust hægt að segja að þarna hafi virðing Skálholtsstaðar hafist á ný.

Pílagrímaganga frá Reynivallakirkju í Kjós í Skálholt 17.-20. júlí 2025.


Hin árlega pílagrímaganga verður gengin frá Reynivallakirkju í Kjós að Þingvallakirkju til Skálholtsdómkirkju á Skálholtshátíð. Leiðinni er skipt upp á fjóra göngudaga frá fimmtudeginum 17. júlí til sunnudagsins 20. júlí og hefjast göngurnar kl. 9 alla daganna. Göngudagarnir eru mislangir en hverjum er frjálst að skrá sig og ganga eina dagleið eða part úr dagleið.

Dagur 1. Reynivallakirkja að brúnni í Stíflisdal.
Dagur 2. Stíflisdalur að Þingvallakirkju.
Dagur 3. Þingvallakirkja að Neðra-Apavatni.
Dagur 4. Neðra-Apavatn inn í Skálholtsdómkirkju.

Gangan er fólki að kostnaðarlausu en gert er ráð fyrir að fólk finni sér gistingu sjálft. Útbúnaður og nesti er á ábyrgð hvers og eins.
Hluti göngunnar er gengin í kyrrð og við hverja áningu er stutt íhugun, bæn eða ritningarlestur. Fólk gengur á sínum hraða í þögn eða spjalli, allt eftir vilja og þörf hvers og eins.

Göngustjórar pílagrímagöngunnar eru hjónin sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur í Reynivallaprestakalli (arna.gretarsdottir(hjá)kirkjan.is, gsm. 865 2105) og Rúnar Vilhjálmsson.


Vinsamlega skráið ykkur með því að melda ykkur hér á facebook eða hafa samband við sr. Örnu.

Nánar um pílagrímagönguna 2025

Nánar um Pílagrímagöngur.
Pílagrímagöngur eru hluti af hinum kristna trúar- og menningararfi. Þau sem ferðast til heilagra staða eru kallaðir pílagrímar. Þetta orð er komið úr miðaldalatínu (pelegrinus) en á rætur í klassískri latínu (peregrinus, útlendingur). Slíkar göngur eru farnar af misjöfnum ástæðum; í þakkargjörð, í yfirbótarskyni, til andlegrar- og líkamlegar heilsubótar eða af trúarlegum og/eða menningarlegum áhuga. Gengið er í áföngum en hlé eru notuð til bænahalds, ritningarlesturs eða til íhugunar og kyrrðar.
Sjö lyklar pílagrímsins eru: Frelsi, Einfaldleiki, Rósemi, Kyrrð (Þögn), Æðruleysi, Samkennd og Andlegur vöxtur. Þessir lyklar verða íhugaðir á leiðinni.

Löng hefð er fyrir pílagrímagöngu frá Þingvöllum til Skálholts á Skálholtshátíð sem haldin er árlega í kring um Þorláksmessu að sumri 20. júlí. Í áraraðir leiddi sr. Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur pílagrímagöngu frá Bæ í Borgarfirði að Þingvöllum og í Skálholt ásamt fleiri félögum úr pílagrímafélaginu. Einnig hefur verið gengið frá öðrum kirkjustöðum að Skálholtsdómkirkju í gegnum tíðina og þar hafa dr. Pétur Pétursson, sr. Halldór Reynisson, sr. Axel Árnason Njarðvík og sr. Dagur Fannar Magnússon sett sín spor ásamt fleirum. Síðust árin hefur verið gengið frá Reynivallakirkju í Kjós að Þingvallakirkju að tilstuðlan sr. Örnu Grétarsdóttur sóknarprests.

Pílagrímar sameinast í göngu inn kirkjugólf Skálholtsdómkirkjunnar við upphaf hátíðarguðsþjónustu kl. 14 við söng pílagrímsins; Fögur er foldin þar sem skírnarheitið er endurnýjað.

Vígslubiskup Skálholtsumdæmis er sr. Kristján Björnsson sem leiðir dagskrá og helgihald Skálholtshátíðar 2025. Sjá nánar dagskrá Skálholtshátíðar hér www.skalholt.is

bottom of page