FRÉTTIR

1/6/2020

Sumartónleikarnir í Skálholti munu fara fram 2.-12. júlí en tónleikarnir munu fara fram frá fimmtudegi til sunnudags báðar vikur. Að sjálfsögðu munu stjórnendur fara eftir þeim reglum sem verða í gildi á þessum tíma. Stjórnendur Sumartónleikanna eru Ásbjörg Jónsdóttir...

Á næstu misserum verða gefnar út nokkrar bækur sem varða Skálholt, sögu og minjar. Þar munu niðurstöður úr forleifarannsóknum verða gefnar út í þriggja binda verki auk fleiri rita um minjar og sögu. Er þar margt sem varpar nýju ljósi á líf og menningu fyrri alda í ljós...

13/5/2020

Fyrsta opna guðsþjónustan eftir messufallið mikla verður í Skálholtsdómkirkju kl. 11 sunnudaginn 17. maí, þjóðhátíðardegi Norðmanna. Þá hefst opin guðsþjónusta um allt land.

Allir eru velkomnir í samræmi við takmarkanir á samkomuhaldi, 50 manns, handabandabann, faðmlag...

Það er óhætt að segja að neyðarástand hafi skapast fyrir stuttu þegar mikill vatnsleki varð í turni Skálholtsdómkirkju. Kirkjuráð brást mjög hratt við þessari stöðu og samþykkti í síðustu viku að skipt yrði út þaki og allt ytra byrði kirkjunnar yrði endurnýjað. Verndar...

7/5/2020

Nýlega var opnað fyrir aðgang að ýmsu efni Kvikmyndasafnsins en á meðal þess er kvikmynd Ósvaldar Knudsen frá uppgreftrinum í Skálholti 1954, fundi steinkistu Páls biskups Jónssonar og svipmyndir frá Skálholtshátíðinni 1956. Það er ein fjölmennasta Skálholtshátíð fyrr...

7/5/2020

Núna er í fyrsta sinn hægt að leigja veiðileyfi í Hvítá fyrir landi Skálholts. Laxveiðitíminn er 24. júní til 24. september. Veiðileyfin eru seld á veida.is en heima í Skálholti er einnig í boði gisting og leiga á sumarhúsi með heitum potti auk tilboða í veitingasalnum...

30/4/2020

Núna er í fyrsta sinn hægt að kaupa veiðileyfi í Brúará fyrir landi Skálholts á vefnum veida.is og eru þegar farin fyrstu veiðileyfin í maí. Brúará er önnur vatnsmesta bergvatnsá landsins, hún er lindá og vatnasvæðið um 700 km2, rennsli mjög jafnt eða um 67 rúmmetrar á...

8/4/2020

Víða er streymt frá guðsþjónustu í kirkjum landsins og eru nokkrar kirkjur með beint streymi á netinu í umdæmi Skálholts. Hjá okkur er kvöldstund á skírdag með guðsþjónustu sem endar með Getsemanestund og afskrýðingu altarisins.

Föstudaginn langa mun Halldór Hauksson le...

7/4/2020

Föstudaginn langa mun Halldór Hauksson lesa Passíusálma sr. Hallgríms Péturssonar í Skálholtsdómkirkju og hefst lesturinn klukkan níu árdegis. Lesið verður í þremur hlutum og gert hlé meðan útvarpsmessan er á RUV kl. 11. Næsti hluti verður kl. 13 og þriðji hluti kl. 16...

7/4/2020

Hvern virkan morgun er hefðbundin morgunbæn í Skálholtskirkju við altarið úr Brynjólfs- og Valgerðarkirkju sem í Maríustúkunni, norðurstúku kirkjunnar. Síðustu vikur hefur verið beðið sérstaklega fyrir veikum og þeim sem líða og missa í þeim heimsfaraldri sem núna geng...

Please reload

SKÁLHOLT - SAGA OG MENNING Í 1100 ÁR

Sími: +354 486-8870

Skálholtsskóli

Skálholti, 801Selfoss

skalholt@skalholt.is

© 2023 Skálholtskirkjustaður