top of page
IMG_8700.JPG

Gripir í Skálholtskirkju

Inni í kirkjunni eru gripir, frá 17. öld. Gripirnir komu úr Brynjólfskirkju sem stóð frá 1650 - 1802. Þaðan fóru þeir í Valgerðarkirkju, þá Sóknarkirkjuna og loks í Skálholtsdómkirkju þar sem þeir eru í dag.

Þar eru altari, stjakar og predikunarstóll úr síðustu dómkirkjunni, altari Brynjólfs biskups Sveinssonar og predikunarstóll meistara Jóns Vídalíns.

Lýsingar á gripunum eru teknar úr bókum Harðar Ágústssonar Kálholt kirkjur og Skálholt skrúði og áhöld.

Altari Brynjólfs Sveinssonar

Altari Brynjólfs Sveinssonar biskups er smíðað úr eik árið 1673. Altarið var málað með brúnum grunnlit, rammar og borðflötur er málað mógrænt en sjöld á altarið rauðleit og með enn rauðari lit á strikum. Á altarinu hvíldi frá upphafi marmarasteinn einn milikk, sem nú er á Þjóðminjasafninu. Fyrir honum markar greinilega á borðplötunni. 

 

Altarið stendur nú í norðurstúku kirkjunnar og er notað við morgunbænir sem eru alla jafna á virkum dögum kl 9:00. 

20221021_125857.jpg

Ljósakrónan

Ljósakróna eða ljósahjálmur Brynjólfs biskups Sveinssonar er frá 1674. Um hann segir svo í afhendingabók Brynjólfs biskups: "EIn ný ljósakróna væn með 16 pípum á örmum. Lét biskupinn Mag. Brynjólfur Sveinsson útflytja nú í sumar 1674; kostar 16 ríxdali." Lét Brynjólfur gera ljósakrónuna úr brotajárni úr málmi og kopar sem "voru allir brotnir og óbrúklegir". Ljósakrónan hefur aldrei hangið annarstaðar en í kirkjum í Skálholti. Hún hangir nú í Norðurstúkunni. 

20221021_142907.jpg

Kertastjakar

Kertastjakarnir miklu sem standa á altari Skálholtskirkju voru gefnir af Islands Compagnie og eru frá 1651. Þeir eru úr kopar, steyptir og renndir, hvort þeirra settur saman úr þremur hlutum, stétt, legg og skál, en auk þess er oddmjór standur upp úr skálinni miðri og ganga upp í kertið. Stjakarnir eru 47 cm á hæð og vega samtals rúm 16 kg. Stjakarnir voru líklega smíðaðir í Kaupmannahöfn. Á stjakana er grafið "ISLANDS COMPAGNIE ANNO 1651" Kertastjakar Brynjólfs Sveinssonar biskups sóma sér vel á altari í Skálholtskirkju. Þeir er enn notaðir en kveikt er á kertum við athafnir í kirkjunni

20210626_151738.jpg

Predikunarstóll Jóns Vídalíns 

Predikunarstóllinn er með elstu gripum sinnar tegundar hérlendis. Hans er fyrst getið í afhendingunni árið 1674. Hann var gefinn af ISLANDS COMPAGNIE og hefur komið fullbúinn frá Danmörku. Á hann eru málaðar myndir af Jesú Kristi og guðspjallamönnunum. Á fyrsta spjaldi til vinstri þegar gengið er upp í stólinn er Jóhannes með tákn sitt örninn og heldur á bikar með slöngu á. Á næsta spjaldi er Lúkas og heldur á bók en við fætur er tákn hans nautið. Á næsta spjaldi er Jesú Kristur og heldur á veldisnetti. Næstur er Markús með bók í hendi og ljónið sér við hlið. Síðastur er Mattheus sem heldur á bók í annarri hendi og fjaðurpenna í hinni. Tákn hans engillinn stendur hjá. 

Stóllinn var notaður sem prófponta en væntanlega hafa allir skólapiltar orðið að ljúka skólagöngu sinni þar. Í þennan predikunarstóll hefur margur klerkur stigið, biskupar Skálholtsstiftis allir frá tíð Brynjólfs Sveinssonar og fram til vorra daga.  Mætti þá einkum sjá fyrir sér Jón Vídalín halda fast og þétt um bríkur hans, er sá mikli ræðumaður þrumaði yfir kirkjugestum. 

20221101_163338.jpg

Elsta kirkjuklukka landsins?

Í Maríustúku Skálholtskirkju er kirkjuklukka sem á sér merkilega sögu, eða sögur. 

20211120_121634.jpg
bottom of page