top of page
IMG_9227.jpg

Velkomin í Skálholt!

Vertu velkomin/n í Skálholt!

Í Skálholti er hægt að kynnast einum sögufrægasta stað þjóðarinnar. Þar er sagan í hverju spori og hægt að njóta kyrrðar og helgi staðarins. 

Skálholtsstaður var miðstöð íslensks þjóðlífs frá miðri 11. öld til loka 18. aldar og var sannkallaður höfuðstaður landsins í um 750 ár. 

Skálholtsdómkirkja

Skálholtsdómkirkja er tíunda kirkjan sem stendur á þeim sama stað og fyrsta kirkjan stóð, en hún var reist skömmu eftir kristnitöku árið 1000. 

Skálholtskirkja er opin alla daga frá kl 9:00 - 18:00. Gestir eru boðnir velkomnir að skoða kirkjuna. Messur eru að jafnan á sunnudögum kl 11:00 og morgunbænir kl 9:00 á virkum dögum og mega gestir koma og taka þátt í þeim. 

Skoðaðu kirkjuna í sýndarveruleika!

Safnið í kjallara kirkjunnar

Safnið var unnið af Þjóðminjasafni Íslands um það leyti sem Skálholtskirkja var byggð, en  á safninu má m.a. finna gripi sem fundust í gömlu kirkju grunnunum. Legsteinar ýmissa biskupa staðarhaldara og ráðsmanns auk steinkistu Páls Jónssonar biskups sem lést árið 1211. Úr safninu er hægt að ganga um undirgöng sem notuð voru til að komast á milli húsa og kirkju allt frá 11. öld. 

 

Safnið er opið á sama tíma og kirkjan og er aðgangseyrir 500 kr, ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára. 

Þorláksbúð 

Þorláksbúð er opin alla daga frá kl 9:00 - 18:00 en húsið er eftirmynd skálans á Keldum og vísar í þær byggingar sem stóðu á þessum stað allt frá 1527. 

 

Fornleifasvæðið

Við hlið kirkjunnar er fornleifasvæði það sem í aldaraðir stóð lítið þorp húsa af ýmsum stærðum og gerðum. Uppgröfturinn var unninn á vegum Fornleifastofnunar Íslands og má ganga um svæðið og kynna sér ýmis húsakynni frá 17. og 18. öld. 

Leiðsögn

Hægt er að bóka leiðsagnir fyrir hópa 10+ gegn vægu gjaldi.  Farið er yfir sögu Skálholtsstaðar og lögð áhersla á sögupersónur og mannlíf staðarins í gegnum tíðina. Kirkjan og listaverk hennar eru skoðuð, farið um safn og undirgöng undir kirkjunni og nánasta umhverfi skoðað.  Leiðsögnin tekur um 30 mín. Bókaðu leiðsögn með því að senda tölvupóst á: skalholt@skalholt.is

SKOÐA NÁNAR

Hótel Skálholt - Veitingastaðurinn Hvönn

Gestum staðarins er þjónað af alúð með góðum veitingum úr héraði og notalegri gistingu. Hótel Skálholt býður uppá frábæra aðstöðu er fyrir námskeið, ráðstefnur, tónleika, fundi og veislur.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur í Skálholti.

bottom of page