top of page

Verndarsjóður Skálholts

Verndarsjóður Skálholtsdómkirkju var stofnaður 2018, en markmið sjóðsins eru öflun, varsla og ráðstöfun fjár til viðgerða, endurbóta og viðhalds á og við Skálholtsdómkirkju. Sjóðnum er einnig heimilt að afla og ráðstafa fé til viðhalds, endurbóta, verndar og vegsauka Skálholtsstaðar.

Fyrsti formaður sjóðsins var Jón Sigurðsson, en núverandi stjórn skipa Árni Gunnarsson formaður, Erlendur Hjaltason og dr. Kristín Ingólfsdóttir. Til vara eru Helga Kolbeinsdóttir og Bergþóra Baldursdóttir. Sjóðsstjórnin starfar náið með vígslubiskupnum í Skálholti og framkvæmdastjóra Skálholts.

Fyrsta verkefni sjóðsins var viðgerð á steindum listgluggum Gerðar Helgadóttur en síðan tók við endurnýjun á kirkjuklukku og klukkubúnaði í turni kirkjunnar og fjármögnun á nýrri lýsingu í kirkjunni.  Framundan er svo endurreisn bókhlöðunnar í Skálholti sem Verndarsjóðurinn mun styrkja. Sjóðurinn fjármagnar verkefni sín með frjálsum framlögum frá einstaklingum, fyrirtækjum, opinberum aðilum og sérhæfðum sjóðum.

Hægt er að hringja í söfnunarnúmerið 907 1020 og gefa 2000 kr til verndar Skálholtsdómkirkju. 
Sjóðurinn þakkar fyrir veitt framlög og ríkulegan stuðning.
Bankareikningur: 152-15-380808
Kennitala: 451016-1210

bottom of page