STJÓRN SKÁLHOLTS
Stjórn Skálholts var skipuð af Kirkjuráði í júní 2019. Stjórnin er skipuð til fjögurra ára.
Aðalmenn:
-
Formaður: Þorsteinn Pálsson fyrrv forsætisráðherra
-
Sólborg Lilja Steinþórsdóttir, hótelstjóri
-
Sr. Óskar H. Óskarsson, sóknarprestur í Hruna
-
Varamenn
-
Þórarinn Þorfinnsson, bóndi
-
Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu
-
Olga Elinora Marcher Egonsdóttir, fjármálastjóri
Stjórnin starfar sem framkvæmdastjórn Skálholtsstaðar samkvæmt skipulagi sem Kirkjuráð samþykkti á fundi sínum í júní 2019.
Hún vinnur að því efla starfsemi Skálholtsskóla í samræmi við lög um Skálholtsskóla sem kveða á um að skólinn sé kirkjuleg menningar- og menntastofnum sem starfi á grunni fornrar skólahefðar í Skálholti og norrænnar lýðháskólahefðar. ( Sbr. lög um Skálholtsskóla 1993 nr. 22 29. mars. http://www.althingi.is/lagas/134/1993022.html ).
Samkvæmt stefnumótun um fræðslumál sem samþykkt var á kirkjuþingi 2013 (sjá Gerðir kirkjuþings 2013 bls. 121) hefur Skálholt sérstöðu í skipan fræðslumála þjóðkirkjunnar. Þar er litið svo á að í Skálholti skuli vera miðstöð fyrir fræðslu og þjálfun starfsfólks, og eftir því sem kostur er, hagnýtt nám djákna- og guðfræðinema. Sömuleiðis að þar geti farið fram símenntun presta og djákna.
Biskup Íslands og kirkjuráð hafa forræði um framkvæmdir og starfsrækslu á Skálholtsstað samkvæmt lögum. (Lög um heimild handa ríkisstjórninni til þess að afhenda þjóðkirkju Íslands Skálholtsstað, nr. 32/1963). Ennfremur ber kirkjuráð stjórnunarlega og fjárhagslega ábyrgð á rekstri skólans fyrir hönd þjóðkirkjunnar. Gerður skal samningur um þátttöku ríkissjóðs í rekstri hans. Kirkjuráð skipar skólaráð Skálholtsskóla, (Sbr. lög um Skálholtsskóla nr. 22/1993) og setur samþykktir um starfsemi hans.