top of page
d.jpg

Kirkjurnar í Skálholti

 bókinni Skálholt - Kirkjur eftir Hörð Ágústsson frá 1990 er greinagott yfirlit yfir allar kirkjur sem staðið hafa í Skálholti. Þar kemur fram að 10 kirkjur hafi staðið í Skálholti að Skálholtsdómkirkju meðtalinni. Hafa þær allar staðið á sama stað. Sú fyrsta var bændakirkja, síðar stóðu þar 6 dómkirkjur og 2 sóknarkirkjur. Af þeim hafa 2 kirkjur brunnið og ein skemmst í ofveðri. Erfitt er að segja til um aldur þeirra enda voru þær gjarna byggðar í áföngum og sumar hlotið svo gagngerar viðgerðir og endurbætur að óljóst er hvort um nýja kirkju sé að ræða. Athygli vekur að miðaldakirkjur í Skálholti voru stærri að grunnfleti en sú kirkja sem nú stendur. 

Byggingarár tveggja elstu kirknanna er óþekkt en meðalaldur þeirra er 107,3 ár. 
Skálholtsdómkirkja var vígð árið 1963 og fagnaði 60 ára afmæli árið 2023. ​

  • Gissurarkirkja hvíta 1000 - 1082

  • Gissurarkirkja biskups 1082 - 1153

  • Klængskirkja 1153 -1 309

  • Árnakirkja 1310 - 1527

  • Ögmundarkirkja 1527 - 1567

  • Gíslakirkja 1567 - 1650

  • Brynjólfskirkja 1650 - 1802

  • Valgerðarkirkja 1802 - 1851

  • Sóknarkirkjan 1851 - 1963

  • Skálholtsdómkirkja 1963 - 

bottom of page