Tónlistarlíf í Skálholti
Organisti Skálholtsdómkirkju
Jón Bjarnason er kantororganisti Skálholtsdómkirkju og hefur starfað síðan árið 2009. Áður var hann organisti í Seljakirkju í Reykjavík. Hann er einnig kórstjóri Skálholtskórsins og Söngkórs Miðdalskirkju. Jón sér um organleik við messur í Skálholtsprestakalli en þar eru samtals 10 kirkjur.
Jón útskrifaðist með kantorsprófi árið 2003 frá Tónskóla þjóðkirkjunnar og einleiksáfanga frá sama skóla árið 2006. Einnig lauk hann diplómu í orgelleik við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn undir leiðsögn Bine Bryndorf veturinn 2011-2012.
Netfang Jóns er jon@skalholt.is
Sími: 6918321
Skálholtskórinn
Jón Bjarnason er kantororganisti Skálholtsdómkirkju og hefur starfað síðan árið 2009. Áður var hann organisti í Seljakirkju í Reykjavík. Hann er einnig kórstjóri Skálholtskórsins og Söngkórs Miðdalskirkju. Jón sér um organleik við messur í Skálholtsprestakalli en þar eru samtals 10 kirkjur.
Jón útskrifaðist með kantorsprófi árið 2003 frá Tónskóla þjóðkirkjunnar og einleiksáfanga frá sama skóla árið 2006. Einnig lauk hann diplómu í orgelleik við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn undir leiðsögn Bine Bryndorf veturinn 2011-2012.
Netfang Jóns er jon@skalholt.is
Sími: 6918321
Sumartónleikar í Skálholti
Sumartónleikar í Skálholti er stærsta og elsta tónlistarhátíð sinnar tegundar á landinu. Tónleikaröðin er haldin í júní/júlí ár hvert og hefur verið haldin allt frá árinu 1975. Lögð er áhersla á barrok, klassísk verk og nútímatónlist.
Á hverju ári er valið staðartónskáld sem frumflytur verk sitt á tónleikunum. Ókeypis er á tónleikana en tekið er á móti frjálsum framlögum.
Dagskrá Sumartónleikanna á þessu ári verður frá 6. - 14. júlí 2024
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Sumartónleikanna.
Óskalögin við orgelið
Óskalögin við orgelið eru tónleikar Jóns Bjarnasonar organista þar sem hann býður áhorfendum að taka þátt í tónleikunum með því að velja næsta lag. Gestir geta valið úr yfir 100 lögum, sálmum, sönglögum, popp og rokk lögum eða þjóðsöng Tungnamanna Kristján í Stekkholti. Gestir eru hvattir til að syngja með en textum laganna er varpað upp á vegg á meðan á tónleikunum stendur.
Öll eru velkomin á Óskalögin og er ókeypis inn. Tónleikagestir eru hvattir til að leggja frjáls framlög í Flygilsjóð Skálholtskirkju, en um þessar mundir stendur yfir söfnun til kaupa á flygli í kirkjuna. Hægt er að greiða með pening eða korti.
Einnig má leggja inná sjóðinn á reikning 0133-15-1647, kt 610172-0169.
Viltu halda tónleika í Skálholtskirkju?
Við tökum vel á móti þeim kórum og tónlistarfólki sem vill halda tónleika í Skálholtskirkju. Við lítum svo á að tónleikar í kirkjunni auðgi menningarlíf uppsveitanna og bjóðum þeim kirkjuna án endurgjalds sé um ókeypis tónleika að ræða.
Vinsamlegast hafið samband við skalholt@skalholt.is ef þú vilt bóka kirkjuna til tónleikahalds.
Viljir þú bóka veitingar eða gistingu, sendu póst á hotelskalholt@hotelskalholt.is eða hringdu í síma 486 8870.
Flygilsjóður Skálholtskirkju
Um þessar mundir stendur yfir söfnun fyrir kaupum á flygli í Skálholtskirkju.
Boðið verður upp á fjölbreytta tónleika í Skálholtskirkju þar sem tónleikagestir eru hvattir til að leggja frjáls framlög í Flygilsjóðinn. Hægt er að greiða með pening eða korti.
Einnig má leggja inná sjóðinn á reikning 0133-15-1647, kt 610172-0169.
Orgelið
Orgelið í Skálholtsdómkirkju var smíðað af Frobeníusi.
HW:
1 principal — 8′
2 oktav — 4′
3 oktav — 2′
4 mixtur — II-III’
PED:
5 subbas — 16′
6 principal — 8′
KOP:
P+B H+B
P+S 4′ H+S
P+S
P+H S+B
BW:
9 Gedaht — 8′
10 Rörflöjte — 4′
11 Gedahtpommer — 2′
12 Spidsokav — 1′
13 Regal — 8′
SW:
14 Tremulant
15 Rörflöjte — 8′
16 Principal — 4′
17 Quint — 2 2/3′
18 Dulcian — 16′
19 Trompet — 8′
20 Terts — 1 3/5′
Kirkjuklukkurnar
Í turni Skálholtskirkju eru fimm kirkjuklukkur sem gefnar voru til kirkjunnar á byggingatímanum, ein frá Danmörku, tvær frá Svíþóð ein frá Finnlandi og ein frá Noregi.
Kirkjan á einnig þrjár gamlar klukkur. Ein þeirra hangir í í klukkuturni, ein er á sýningu í Gestastofu og ein hangir í Maríustúku kirkjunnar. Er sú klukka gjöf frá norskri fjölskyldu en er upprunalega komin úr Skálholti.