top of page
candlelight-gbd560d116_1920.jpg

Frjáls framlög

Tekið er á móti frjálsum framlögum í Þorláksjóð

Þorlákur „helgi“ Þórhallsson var biskup í Skálholti árin 1174 – 1193. Þorlákur var eini dýrlingur Íslands en hann fékk snemma á sig orð sem helgur maður sem gott var að heita á.  Fjölmargar sögur eru af kraftaverkum sem eignuð voru árnaðarorði hans, en þeim var safnað saman í Jarðteinabækur Þorláks helga.

Þorlákur á tvo messudaga á ári;  dánardag sinn, Þorláksmessu að vetri 23. desember og Þorláksmessu á sumar, 20. júlí, en sunnudag næstan þeim degi er Skálholtshátíð jafnan haldin.

Tekið er á móti frjálsum framlögum í áheitasjóðinn en 

leggja má inn á reikning Þorlákssjóðs:

0151-05-060468 / kennitala 610172-0169.

 

Ágóðinn rennur til fegrunar kirkjunnar, en nú stendur yfir viðgerð á stólum kirkjunnar. Hver stóll verður tekinn í gegn, viðurinn pússaður upp og olíuborinn og sessa og bak ofið upp með pappírsþræði. Kostnaður við hvern stól er 50.000 kr.

Kærar þakkir fyrir stuðninginn!

bottom of page