Skálholtshátíð er ár hvert á Þorláksmessu á sumar, 20. júlí, eða helgi næst henni. Hátíðin er á ábyrgð vígslubiskups, sr. Kristjáns Björnssonar, í samstarfi við marga aðila, með miklu helgihaldi, hátíðardagskrá, tónleikum, málþingum, útimessu og tíðargjörð, barnadagskrá og kirkjukaffi. Pílagrímagöngur eru til Skálholts og enda í messunni. Tónlistarstjóri hátíðarinnar er Jón Bjarnason, dómorganisti.