top of page
Steinkistan.jpg

Safnið í kjallara kirkjunnar

Safnið í kjallara kirkjunnar er opið frá kl 9:00 - kl 18:00 alla daga ársins.

Safnið var sett upp af Þjóðminjasafninu í tengslum við fornleifauppgröftinn sem var gerður á árunum 1954 - 1958 og sýnir m.a. steinþró Páls biskups og tvo íslenska legsteina, úr móbergi og basalti, auk erlendra steina yfir fimm lúterska biskupa og einn ráðsmann. Um 1700 komst sá siður á að biskupar eða ekkjur þeirra létu gera viðhafnarmikla steina og flytja hingað með ærinni fyrirhöfn. Þessir steinar eru frá tæplega 200 ára tímabili og líklega erlendir.

Þessir steinar eru frá tæplega 200 ára tímabili og líklega erlendir.  Sá veglegasti er legsteinn sem Valgerður Jónsdóttir biskupsfrú og ekkja Hannesar Finnssonar, hann er úr marmara og allur hinn veglegasti. 

Safnið er opið frá 9:00 - 18:00 alla daga. Aðgangseyrir er 500 kr á mann - frítt fyrir börn yngri en 12 ára.

Steypiregn

„Þetta var heilmikil upplifun og spennandi á köflum,“ sagði Jón Steffenssen prófessor, sem var viðstaddur kynningu bókarinnar. „Ég var við uppgröftinn meira og minna allt sumarið. Þarna komu margir merkilegir hlutir í ljós sem erfitt var að gera sér grein fyrir fyrr en eftir á hversu merkilegir voru. Steinkista Páls biskups var náttúrlega það markverðasta. Að fá þetta svona upp í hendurnar, sem enginn vissi hvað var. Það var ekki til nema ein heimild um Pál, í biskupasögu, og er þar talað um kistu hans, en síðan ekki söguna meir. Hér var komið einstakt sönnunargagn og um leið skemmtileg sönnun fyrir fornri heimild. Sjálf opnun kistunnar fór ekki fram fyrren við hátíðlega athöfn og þá kom þetta steypiregn.“

A3689_Opnun_steinkistu_Páls_biskups_Jónssonar_Skálholti_Jón_Magnússon___1954_08_30Artist Name
00:00 / 07:51
bottom of page