top of page
book-gec1d3dff1_1920.jpg

Bókasafnið í kirkjuturninum

Í turni Skálholtskirkju er geymt merkilegt og gott safn um elsta prent á Íslandi. Í safninu er að finna eintök flestra þeirra bóka sem prentaðar voru á Íslandi frá lokum 16. aldar til upphafs 19. aldar. 

Safnið er að stofni til safn Þorsteins Þorsteinssonar sýslumanns Dalamanna. Kári Helgason keypti svo safnið, jók við það nokkuð og endurbætti.

 

Sigurbjörn Einarsson biskup beitti sér fyrir því að Þjóðkirkjan keypti safnið af Kára árið 1965 og eftir almenna fjársöfnun meðal þjóðarinnar var því fundinn staður til bráðabirgða í turni kirkjunnar þar sem það er enn varðveitt í eldtraustum hirslum.

Í safninu er að finna eintök flestra þeirra bóka sem prentaðar voru á Íslandi frá lokum 16. aldar til upphafs hinnar 19.

Prentsmiðjan, sem Jón biskup Arason flutti til Íslands og fyrst var á Breiðabólstaði í Vestur-Hópi, var flutt að Hólum og var eina prentverk Íslands í tvær aldir. Hólaprent sá um allt prent fyrir kirkjuna á þessum tíma, Biblíur, sálmabækur, messubækur, predikunarsöfn, bænabækur og aðrar guðsorðabækur. Elstu bækurnar í turninum eru Biblían 1584, Sálmabókin 1589 og Grallarinn 1594. Í turninum er t.d. Biblían árituð af Guðbrandi biskupi Þorlákssyni til Halldóru dóttur sinnar.

bottom of page