Skálholtshátíð 2026
lau., 18. júl.
|Skálholtsdómkirkja
Skálholtshátíð verður haldin helgina 18 - 19 júlí 2026. Yfirskrift hátíðarinnar verður „Boðun tær í bernsku trúar.“ Gefst þá einnig tækifæri til að skoða og fjalla um hlutverk Ísleifs hvort sem hann kallast trúboðsbiskup á föðurleifð sinni í Skálholti eða fyrsti stólsbiskup á Íslandi.


Tími og staðsetning
18. júl. 2026, 09:00 – 18:00
Skálholtsdómkirkja, Skálholt, Ísland
Um viðburðinn
Skálholtshátíð verður haldin helgina 18 - 19 júlí 2026. Yfirskrift hátíðarinnar verður „Boðun tær í bernsku trúar.“ Gefst þá einnig tækifæri til að skoða og fjalla um hlutverk Ísleifs hvort sem hann kallast trúboðsbiskup á föðurleifð sinni í Skálholti eða fyrsti stólsbiskup á Íslandi.
Dagskráin er í mótun en hún er sett með útimessu við Þorlákssæti á laugardagsmorgni og sama dag verða hátíðartónleikar síðdegis og hugsanlega málþing um morguninn. Boðið verður uppá barnadagskrá, fornleifaskóla og örpílagrímagöngu barna. Pílagrímaganga verður til Skálholts í nokkra daga á undan að venju. Sunnudaginn 19. júlí verða orgeltónleikar fyrir hádegi en hátíðarmessan með fjölda þátttakenda er kl. 14 og hátíðardagskrá kl. 16. Á dagskránni eru flutt hátíðarerindi og ýmis tíðindi í bland við einstaka tónlist með Skálholtskórnum við orgel og flygil. Þá er öllum boðið í kirkjukaffi í boði Skálholtsstaðar milli messu og hátíðardagskrár. Oftast hefur verið gott veður á hátíðinni svo kaffið hefur verið…



