jonbjarna.jpg

Jafnan er messað í Skálholtsdómkirkju alla sunnudaga klukkan 11 og á hátíðum nema núna í Covid 19 er allt í streymi á fb síðu Skálholts. Morgunbænir eru kl. 9 flesta virka daga. Sóknarprestur er sr. Egill Hallgrímsson.

Kirkjan er opin alla daga kl. 9 til 18.

Í Skálholtsskóla er aðstaða fyrir fundi, námskeið og ráðstefnur, tveir fundar- og fyrirlestrasalir og setustofa og auk þess salur í Skálholtsbúðum. Kyrrðardagar, fyrirlestrar, málþing, námskeið og vettvangsferðir eru reglulega á dagskrá og aðstaðan er einnig til leigu fyrir hópa.

Skálholt er einn mesti sögustaður Íslands og biskupssetur síðan 1056. Í kjallara kirkjunnar er sýning með gripum og sögubrotum. Hægt er að bóka stutta og langa staðarskoðun fyrir hópa og einstaklinga allt árið með leiðsögn um kirkjuna, sýninguna og sögustaði í Skálholti.

Vefur-0929.jpg
Vefur-0920.jpg

Í Skálholti er gisting í mismunandi verðflokkum. Í Skálholtsskóla eru 18 herbergi og önnur gisting er í Skálholtsbúðum, Selinu og Gestastofu. Hægt er að bóka gistinguna hér. 

Veitingastaðurinn í Skálholtsskóla er opinn frá kl. 9 - 17 alla daga í vetur en lengur ef pantað er. Í boði er morgunverður, súpur og nýbakað brauð, léttir réttir, ýmsar máltíðir, kaffi, tertur, kökur og vínveitingar. Hægt er að panta miðaldakvöldverð fyrir hópa og fá verðtilboð. 

Skálholtsdómkirkja er vinsæl til tónleikahalds allt árið. Á heimasíðunni eru fréttir af einstökum tónleikum. Sumartónleikar í Skálholti er metnaðarfull menningardagskrá í júlí ár hvert. Skálholtskórinn og organisti annast mikinn og góðan tónlistarflutning á Skálholthátíð og öðrum viðburðum og hátíðum.

Fréttir og upplýsingar

Næstu viðburðir og skráning

 • Ragnheiðarganga 18. júní kl 15:00 með Friðrik Erlingssyni og sr. Kristjáni Björnssyni
  18. jún., 15:00 – 17:00
  Skálholt, Skálholt, Iceland
  Föstudaginn 18. júní kl 15:00 efnum við til Ragnheiðargöngu til að minnast hennar og heiðra líf hennar í Skálholti. Friðrik Erlingsson rithöfundur og sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti leiða gönguna og miðla þekkingu sinni á Ragnheiði. Mæting framan við Skálholtskirkju.
  Share
 • Biskupsfrúrnar í Skálholti - Málþing í Skálholti - 19. júní nk
  19. jún., 10:00 – 15:30
  Skálholt, Skálholt, Iceland
  Stórskemmtilegt málþing um Biskupsfrúrnar í Skálholti verður haldið 19. júní nk. Hildur Hákonardóttir rithöfundur með meiru kynnir fyrir okkur Biskupsfrúr fyrri alda í Skálholti.
  Share
 • Pílagrímaganga - Hólar - Skálholt
  08. júl., 20:00 – 18. júl., 00:00
  Kjölur, Kjölur
  Pílagrímaganga þar sem gengið verður frá Hólum í Hjaltadal að Skálholti frá 8 júlí - 18 júlí nk. Hægt verður að ganga alla leið eða hluta úr leið og skipta leiðinni niður eins og hver vill. Lögð verður áhersla á andlegu hliðina, íhugunarefni og helgihald á meðan á göngu stendur.
  Share
 • Kyrrðardagar kvenna í Skálholti 16 - 19 september 2021
  16. sep., 17:00 – 19. sep., 13:00
  Skálholt, Skálholt, Iceland
  Kyrrðardagar kvenna í Skálholti 16 - 19 september 2021. Kyrrðardagar kvenna í Skálholti eru samvera fyrir konur, sem vilja njóta nærveru Guðs í einingu og kyrrð á helgum stað. Allt umhverfi Skálholts býður upp á frið, kyrrð og næringu fyrir líkama, anda og sál.
  Share
 • Biblíuleg íhugun 23-26 sept 2021
  fim., 23. sep.
  Skálholt
  23. sep., 18:00 – 26. sep., 13:30
  Skálholt, Skálholt, Iceland
  Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi bjóða upp á námskeið í Biblíulegri íhugun 23. – 26. september 2021. Biblíuleg íhugun, eða Lectio divina, er aldagömul aðferð sem gengur út á að lesa Biblíuna með bæn að leiðarljósi. Á þessu námskeiði verður aðferðin kennd og iðkuð í margvíslegu samhengi.
  Share
 • Kyrrðabænadagar 20 - 23 janúar 2022
  20. jan. 2022, GMT – 18:00 – 23. jan. 2022, GMT – 14:00
  Skálholt, Skálholt, Iceland
  Kyrrðarbænadagar í Skálholti 20. – 23. janúar 2022 Kyrrðarbænadagar í Skálholti veita einstakt tækifæri til að dvelja og endurnærast í kyrrð, mildi, þögn og hvíld. Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi standa fyrir þessum dögum og því er iðkun Kyrrðarbænar og Lectio divina í forgrunni.
  Share
 • Námskeið um fyrirgefninguna 17 - 20 febrúar 2022
  17. feb. 2022, GMT – 18:00 – 20. feb. 2022, GMT – 14:00
  Skálholt, Skálholt, Iceland
  Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi bjóða upp á námskeið um fyrirgefningu í Skálholti 17. - 20. febrúar 2022. Jafnframt námskeiði um fyrirgefningu er iðkun Kyrrðarbænar þungamiðja helgarinnar ásamt léttum jógaæfingum og djúpslökun.
  Share