Jafnan er messað í Skálholtsdómkirkju alla sunnudaga kl. 11 og á hátíðum. Morgunbænir eru kl. 9 flesta virka daga. Sóknarprestur er sr. Dagur Fannar Magnússon.
Kirkjan er opin alla daga kl. 9 til 18.
Í Skálholtsskóla er aðstaða fyrir fundi, námskeið og ráðstefnur, tveir fundar- og fyrirlestrasalir og setustofa og auk þess salur í Skálholtsbúðum. Kyrrðardagar, fyrirlestrar, málþing, námskeið og vettvangsferðir eru reglulega á dagskrá og aðstaðan er einnig til leigu fyrir hópa.
Skálholt er einn mesti sögustaður Íslands og biskupssetur síðan 1056. Í kjallara kirkjunnar er sýning með gripum og sögubrotum. Hægt er að bóka stutta og langa staðarskoðun fyrir hópa og einstaklinga allt árið með leiðsögn um kirkjuna, sýninguna og sögustaði í Skálholti.
Í Skálholti er gisting í mismunandi verðflokkum. Í Skálholtsskóla eru 18 herbergi og önnur gisting er í Skálholtsbúðum, Selinu og Gestastofu. Hægt er að bóka gistinguna hér.
Veitingastaðurinn í Skálholtsskóla er opinn frá kl. 10 - 16 alla daga en lengur ef pantað er. Í boði er morgunverður, súpur og nýbakað brauð, léttir réttir, ýmsar máltíðir, kaffi, tertur, kökur og vínveitingar. Hægt er að panta miðaldakvöldverð fyrir hópa og fá verðtilboð.
Skálholtsdómkirkja er vinsæl til tónleikahalds allt árið. Á heimasíðunni eru fréttir af einstökum tónleikum. Sumartónleikar í Skálholti er metnaðarfull menningardagskrá í júlí ár hvert. Skálholtskórinn og organisti annast mikinn og góðan tónlistarflutning á Skálholthátíð og öðrum viðburðum og hátíðum.
Fréttir og upplýsingar
Næstu viðburðir og skráning
- lau., 13. ágú.Skálholt13. ágú., 10:00 – 14. ágú., 16:00Skálholt, 806 Skálholt, IcelandSkemmtileg handritasmiðja fyrir börn og fjölskyldur í Skálholti. Smiðjan er sett upp í samstarfi við Árnastofnun. Í smiðjunni fá gestir að munda fuglsfjaðrir dýfa þeim í blek og rita svo hugsanir sínar á bókfell líkt og gert var á miðöldum. Smiðjan er opin fyrir fjölskyldufólk og ókeypis.
- mið., 17. ágú.Skálholt17. ágú., 18:00 – 31. ágú., 19:00Skálholt, 806 Skálholt, IcelandÍ ágúst verður boðið uppá þrenna menningarviðburði: Óskalögin við orgelið, Ragnheiðargöngu og Dauðra manna sögur. Ath breyttar dagsetningar!! Ókeypis er á alla viðburði en tekið er á móti frjálsum framlögum í flygilsjóð en söfnun stendur yfir við kaup á nýjum flygli.
- mið., 17. ágú.Skálholtskirkja, 806, Iceland17. ágú., 20:00 – 21:00Skálholtskirkja, 806, IcelandHin einu sönnu Óskalögin við orgelið verða miðvikudaginn 17. ágúst kl 20:00. Jón Bjarnason oragnisti töfrar fram tóna á orgelinu á sinn einstaka hátt. Vertu með og veldu þitt óskalag! Söfnun fer nú fram í flygilsjóð en unnið er að því að safna fyrir flygli í Skálholtskirkju.
- mið., 24. ágú.Skálholt24. ágú., 18:00 – 19:30Skálholt, 806 Skálholt, IcelandMiðvikudaginn 24. ágúst nk kl 18:00 verður efnt til Ragnheiðargöngu í Skálholti. Friðrik Erlingsson rithöfundur leiðir gönguna en hann er einn helsti sérfræðing landsins í sögu Ragnheiðar. Gangan hefst við Skálholtskirkju kl 18:00 og er öllum opin og ókeypis.
- mið., 31. ágú.Skálholt
- þri., 13. sep.Skálholt13. sep., 17:00 – 19:00Skálholt, Skálholt, IcelandMálþing um framtíð kyrrðardaga í Skálholti haldið af Skálholtsfélaginu hinu nýja og Stjórn Skálholts. Erindi um sögu kyrrðardaga á Íslandi og um hvað kyrrðardagar snúast. Einnig samtal og frásagnir. Veitingarstaðurinn er opinn og kvöldverður í boði.