Vefur-0920.jpg

Veitingastaðurinn í Skálholtsskóla er opinn frá kl. 9 - 17 alla daga í vetur en lengur ef pantað er. Í boði er morgunverður, súpur og nýbakað brauð, léttir réttir, ýmsar máltíðir, kaffi, tertur, kökur og vínveitingar. Hægt er að panta miðaldakvöldverð fyrir hópa og fá verðtilboð. 

Skálholtsdómkirkja er vinsæl til tónleikahalds allt árið. Hér eru settar inn fréttir af einstökum tónleikum. Sumartónleikar í Skálholti er metnaðarfull menningardagskrá í júlí og ágúst ár hvert. Skálholtskórinn og organisti annast mikinn og góðan tónlistarflutning á Skálholthátíð og öðrum viðburðum og hátíðum.

Skálholt er einn mesti sögustaður Íslands og biskupssetur síðan 1056. Í kjallara kirkjunnar er sýning með gripum og sögubrotum. Hægt er að bóka stutta og langa staðarskoðun fyrir hópa og einstaklinga allt árið með leiðsögn um kirkjuna, sýninguna og sögustaði í Skálholti.

Vefur-0929.jpg
jonbjarna.jpg

Í Skálholti er gisting í mismunandi verðflokkum. Í Skálholtsskóla eru 18 herbergi og önnur gisting er í Skálholtsbúðum, Selinu og Gestastofu. Hægt er að bóka gistinguna hér. 

Í Skálholtsskóla er aðstaða fyrir fundi, námskeið og ráðstefnur, tveir fundar- og fyrirlestrasalir og setustofa og auk þess salur í Skálholtsbúðum. Kyrrðardagar, fyrirlestrar, málþing, námskeið og vettvangsferðir eru reglulega á dagskrá og aðstaðan er einnig til leigu fyrir hópa.

Messað er í Skálholtsdómkirkju alla sunnudaga klukkan 11 og á hátíðum. Barnasamvera er á laugardögum kl. 11 yfir veturinn. Morgunbænir eru kl. 9 flesta virka daga. Sóknarprestur er sr. Egill Hallgrímsson.

Kirkjan er opin alla daga kl. 9 til 18 í vetur.

Nýjar færslur og fréttir:

Sumartónleikar í Skálholti 2020 og staðartónskáldin Þóranna og Gunnar Karel

Skálholtshátíð 18. - 19. júlí helguð myndlist og tíðindum af minjasögu

Messufallinu mikla lokið

1/1
Please reload

Næstu viðburðir. Skráning:

Söguganga með kaffi og kvöldverði 30. júní
Tue, Jun 30
Skálholt
Jun 30, 3:00 PM – 7:30 PM
Skálholt, Skálholt Cathedral, Iceland
Söguganga um hlaðið í Skálholti og um Þorláksleið að hluta niður að Hvítá og Stekkatún. Áð við þekkt kennileiti og sagan skoðuð við valdar fornleifar.
Share
Söguganga með súpu og miðdegiskaffi 1. júlí
Wed, Jul 01
Skálholt
Jul 01, 12:00 PM – 4:30 PM
Skálholt, Skálholt Cathedral, Iceland
Söguganga um hlaðið í Skálholti og um Þorláksleið að hluta niður að Hvítá og Stekkatún. Áð við þekkt kennileiti og sagan skoðuð við valdar fornleifar.
Share
Meðvirkninámskeið 10. - 14. ágúst 2020
Mon, Aug 10
Skálholt
Aug 10, 10:00 AM – Aug 14, 4:00 PM
Skálholt, Skálholt Cathedral, Iceland
Meðvirkninámskeiðí umsjá sr. Önnu Sigríðar Pálsdóttur er haldið frá mánudegi til föstudags og hefur verið vel sótt og lofað námskeið síðan árið 2009
Share
Námskeið um fyrirgefningu 2020
Thu, Sep 10
Skálholt
Sep 10, 6:00 PM – Sep 13, 1:00 PM
Skálholt, Skálholt Cathedral, Iceland
Námskeið um fyrirgefninguna á vegum Kyrrðarbænasamtakanna á Íslandi. Iðkuð verður kyrrðarbæn ásamt fræðslu um fyrirgefninguna og mikilvægi hennar.
Share
Kyrrðardagar í kyrruviku 2021
Wed, Mar 31
Skálholt
Mar 31, 2021, 7:00 PM – Apr 03, 2021, 1:00 PM
Skálholt, Skálholt Cathedral, Iceland
Kyrrðardagar með íhugun um atburði og upplifun skírdags, föstudagsins langa og hins helga laugardags, tónlist og ör-pílagrímagöngu á Þorláksleið.
Share

SKÁLHOLT - SAGA OG MENNING Í 1100 ÁR

Sími: +354 486-8870

Skálholtsskóli

Skálholti, 801Selfoss

skalholt@skalholt.is

© 2023 Skálholtskirkjustaður