top of page
jonbjarna.jpg
images.jpg

Skálholtskirkja er opin alla daga kl. 9 til 18. Kirkjuverðir taka á móti gestum yfir sumarmánuðina. 

Jafnan er messað alla sunnudaga kl. 11:00 eða 14:00 og á hátíðum. Morgunbænir eru kl. 9 flesta virka daga.

Sóknarprestur er sr.  Axel Á Njarðvík.

Fjölbreyttir viðburðir eru í Skálholti árið um kring. Fastir liðir eru Skálholtshátíð og Sumartónleikar í Skálholti, en auk þeirra er boðið upp á tónleika, málþing, fyrirlestra, fræðslugöngur og fleira.  Hægt er að bóka leiðsögn fyrir hópa um Skálholtsstað árið um kring þar sem farið er yfir sögu staðarins.

Skálholt er einn mesti sögustaður Íslands og biskupssetur síðan 1056. Í kjallara kirkjunnar er sýning með gripum og sögubrotum. Hægt er að bóka stutta og langa staðarskoðun fyrir hópa og einstaklinga allt árið með leiðsögn um kirkjuna, sýninguna og sögustaði í Skálholti.

Fréttir og upplýsingar

Næstu viðburðir og skráning

 • Jólatónleikar Karlakórs Selfoss mánudaginn 11. desember kl 20:00
  Jólatónleikar Karlakórs Selfoss mánudaginn 11. desember kl 20:00
  Skálholtskirkja
  Dagskrá tónleikanna er sérstaklega hátíðleg, sungin verða jólalög úr ýmsum áttum í nýjum og eldri útsetningum. Verið velkomin í Skálholtskirkju á aðventunni og komist í jólaskap! Tónleikarnir eru ókeypis.
  Share
 • Jólatónleikar Skálholtskirkjukórsins miðvikudag 13. desember kl 20:00
  Jólatónleikar Skálholtskirkjukórsins miðvikudag 13. desember kl 20:00
  Skálholtskirkja
  Jólatónleikar Skálholtskirkjukórsins miðvikudaginn 13. desember kl 20:00 Hátíðlegir jólatónleikar Skálholtsdómkirkju. Jón Bjarnason stjórnar Skálholtskórnum. Miðaverð 3000 kr. Ókeypis fyrir 12 ára og yngri. Miðasala á tix: https://tix.is/is/event/16669/jolatonleikar-skalholtskirkjukorsins/
  Share
bottom of page