Skálholtskirkja er opin alla daga kl. 9 til 18. Kirkjuverðir taka á móti gestum yfir sumarmánuðina.
Jafnan er messað alla sunnudaga kl. 11:00 eða 14:00 og á hátíðum. Morgunbænir eru kl. 9 flesta virka daga.
Sóknarprestur í afleysingum er sr. Jóhanna Magnúsdóttir.
Fjölbreyttir viðburðir eru í Skálholti árið um kring. Fastir liðir eru Skálholtshátíð og Sumartónleikar í Skálholti, en auk þeirra er boðið upp á tónleika, málþing, fyrirlestra, fræðslugöngur og fleira. Hægt er að bóka leiðsögn fyrir hópa um Skálholtsstað árið um kring þar sem farið er yfir sögu staðarins.
Skálholt er einn mesti sögustaður Íslands og biskupssetur síðan 1056. Í kjallara kirkjunnar er sýning með gripum og sögubrotum. Hægt er að bóka stutta og langa staðarskoðun fyrir hópa og einstaklinga allt árið með leiðsögn um kirkjuna, sýninguna og sögustaði í Skálholti.
Skálholtsdómkirkja er vinsæl til tónleikahalds allt árið. Á heimasíðunni eru fréttir af einstökum tónleikum. Sumartónleikar í Skálholti er metnaðarfull menningardagskrá í júlí ár hvert. Skálholtskórinn og organisti annast mikinn og góðan tónlistarflutning á Skálholthátíð og öðrum viðburðum og hátíðum.