jonbjarna.jpg

Jafnan er messað í Skálholtsdómkirkju alla sunnudaga kl. 11 og á hátíðum. Morgunbænir eru kl. 9 flesta virka daga. Sóknarprestur í afleysingum er sr. Axel Njarðvík.

Kirkjan er opin alla daga kl. 9 til 18.

Í Skálholtsskóla er aðstaða fyrir fundi, námskeið og ráðstefnur, tveir fundar- og fyrirlestrasalir og setustofa og auk þess salur í Skálholtsbúðum. Kyrrðardagar, fyrirlestrar, málþing, námskeið og vettvangsferðir eru reglulega á dagskrá og aðstaðan er einnig til leigu fyrir hópa.

Skálholt er einn mesti sögustaður Íslands og biskupssetur síðan 1056. Í kjallara kirkjunnar er sýning með gripum og sögubrotum. Hægt er að bóka stutta og langa staðarskoðun fyrir hópa og einstaklinga allt árið með leiðsögn um kirkjuna, sýninguna og sögustaði í Skálholti.

Gisting2.jpeg
Veitingar.jpg

Í Skálholti er gisting í mismunandi verðflokkum. Í Skálholtsskóla eru 18 herbergi og önnur gisting er í Skálholtsbúðum, Selinu og Gestastofu. Hægt er að bóka gistinguna hér. 

Veitingastaðurinn í Skálholtsskóla er opinn frá kl. 10 - 16 alla daga en lengur ef pantað er. Í boði er morgunverður, súpur og nýbakað brauð, léttir réttir, ýmsar máltíðir, kaffi, tertur, kökur og vínveitingar. Hægt er að panta miðaldakvöldverð fyrir hópa og fá verðtilboð. 

Skálholtsdómkirkja er vinsæl til tónleikahalds allt árið. Á heimasíðunni eru fréttir af einstökum tónleikum. Sumartónleikar í Skálholti er metnaðarfull menningardagskrá í júlí ár hvert. Skálholtskórinn og organisti annast mikinn og góðan tónlistarflutning á Skálholthátíð og öðrum viðburðum og hátíðum.

Fréttir og upplýsingar

Næstu viðburðir og skráning

 • Óskalögin við Orgelið föstudaginn 29. okt
  29. okt., 20:00 – 21:00
  Skálholt, Skálholt, Iceland
  Tónleikar og fjölskylduskemmtun föstudagskvöld kl.20:00. Jón Bjarnason leikur á orgel og Steinn Daði Gíslason verður á trommum! Jón Bjarnason er eins og lifandi glymskratti því hann getur spilað nánast hvað sem er á orgelið! Miðar seldir við innganginn.
  Share
 • Dauðra manna sögur - laugardag 30. okt
  30. okt., 17:00 – 19:00
  Skálholt, Skálholt, Iceland
  Dauðra manna sögur er viðburður í Skálholti þar sem farið er yfir ýmsar sögur sem tengjast dauðanum í Skálholti. Bjarni Harðarsson mun leiða hópinn um Skálholt og segja sögur eins og honum einum er lagið. Mæting er við Skálholtskirkju kl 17:00. Ókeypis er á viðburðinn er skráning er nauðsynleg.
  Share
 • Leitourgia 1.-4. November i Skálholt Island
  01. nóv., 12:00 – 04. nóv., 12:00
  Skálholt, Skálholt, Iceland
  Leitourgia, nordiskt, liturgiskt nätværk, Årskonferens 2021, 1.-4. November i Skálholt Island.
  Share
 • "Jólafasta uppá hvítt." Kyrrðardagar á aðventu 3.- 5. desember.
  03. des., 18:00 – 05. des., 12:00
  Skálholt, Skálholt, Iceland
  Kyrrðardagar á aðventu einkennast að íhugun og kyrrð í aðdrganda jóla og er ætlað að búa okkur undir hátíðina. Yfirskriftin er "Jólafasta uppá hvítt." Hvít jól eru hátíðleg en fasta uppá hvítt er áhersla á hvítmeti á föstu. Þá er leitast við að taka út ákveðinn mat líkt og tali í samskiptum.
  Share
 • Kyrrðardagar 20 - 23 janúar 2022
  fim., 20. jan.
  Skálholt
  20. jan. 2022, GMT – 18:00 – 23. jan. 2022, GMT – 14:00
  Skálholt, Skálholt, Iceland
  Kyrrðardagar í Skálholti veita einstakt tækifæri til að dvelja og endurnærast í mildi og kyrrð. Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi standa fyrir þessum dögum og því er iðkun Kyrrðarbænar og Lectio divina í forgrunni. Helgin fer að mestu leyti fram í þögn fyrir utan þá fræðslu sem boðið er upp á.
  Share
 • Námskeið um fyrirgefninguna 17 - 20 febrúar 2022
  17. feb. 2022, GMT – 18:00 – 20. feb. 2022, GMT – 14:00
  Skálholt, Skálholt, Iceland
  Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi bjóða upp á námskeið um fyrirgefningu í Skálholti 17. - 20. febrúar 2022. Jafnframt námskeiði um fyrirgefningu er iðkun Kyrrðarbænar þungamiðja helgarinnar ásamt léttum jógaæfingum og djúpslökun.
  Share