top of page
jonbjarna.jpg
images.jpg

Skálholtskirkja er opin alla daga kl. 9 til 18. Kirkjuverðir taka á móti gestum yfir sumarmánuðina. 

Jafnan er messað alla sunnudaga kl. 11:00 eða 14:00 og á hátíðum. Morgunbænir eru kl. 9 flesta virka daga.

Sóknarprestur er sr. Dagur Fannar Magnússon.

Fjölbreyttir viðburðir eru í Skálholti árið um kring. Fastir liðir eru Skálholtshátíð og Sumartónleikar í Skálholti, en auk þeirra er boðið upp á tónleika, málþing, fyrirlestra, fræðslugöngur og fleira.  Hægt er að bóka leiðsögn fyrir hópa um Skálholtsstað árið um kring þar sem farið er yfir sögu staðarins.

Skálholt er einn mesti sögustaður Íslands og biskupssetur síðan 1056. Í kjallara kirkjunnar er sýning með gripum og sögubrotum. Hægt er að bóka stutta og langa staðarskoðun fyrir hópa og einstaklinga allt árið með leiðsögn um kirkjuna, sýninguna og sögustaði í Skálholti.

Fréttir og upplýsingar

Næstu viðburðir og skráning

  • Kantötumessa í Skálholti 2. júlí kl 14:00
    02. júl., 14:00 – 15:00
    Selfoss, Hótel Skálholt, 806 Selfoss, Iceland
    Í tengslum við Sumartónleikana verður Kantötumessa sunnudaginn 2. júlí kl 14:00. Í messunni verður flutt verður heil kantata eftir J.S Bach. Séra Axel Á. Njarðvík og Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti sjá um messuna, ásamt frábæru tónlistarfólki.
    Share
  • Kantötumessa 9. júlí kl 14:00
    sun., 09. júl.
    Selfoss
    09. júl., 14:00 – 15:00
    Selfoss, Hótel Skálholt, 806 Selfoss, Iceland
    Í tengslum við Sumartónleika í Skálholti verður Kantatan ,,Nach Dir, Herr, verlanget mich" flutt 9. júlí kl 14:00. Axel Á. Njarðvík predikar og þjónar fyrir altari, ásamt Kristjáni Björnssyni, vígslubiskup í Skálholti. Fjöldi tónlistarfólks kemur fram.
    Share
  • Tónleikar - Bandaríski þjóðlagatónlistarhópurinn Havreh Ensamble 14 júlí kl 18:00
    14. júl., 18:00 – 19:00
    Selfoss, Hótel Skálholt, 806 Selfoss, Iceland
    Bandaríski þjóðlagatónlistarhópurinn Havreh Ensamble býður upp á áhugaverða tónleika í Skálholtskirkju föstudaginn 14. júlí kl 18:00. Aðgangur ókeypis. Á tónleikunum verður boðið uppá fjölbreytta tónlist - jazz - klassík - heimstónlist. Verið öll velkomin!
    Share
  • Skálholtshátíð 20. - 23. júlí 2023 "Grasið visnar sagan grær"
    20. júl., 11:00 – 23. júl., 17:30
    Skálholt, Skálholt, 806 Selfoss, Iceland
    Sextug kirkja einsog ný á þúsund ára kirkjustað. Málþing um gervigreind og trú. Málþing um 12. aldar siðbótina og Þorlák helga. Útgáfumálþing um Skálholt og tyrkjaránið. Tónleikar og sameinaðir kórar. Pílagrímaganga. Hátíðarmessa. Hátíðardagskrá. Útimessa og skata. Sögurölt á hlaðinu. Tíðargjörð.
    Share
bottom of page