top of page

Veiðifrétt úr Skálhoti

Hér kemur frétt af veida.is um Stekkatún sem er einn besti veiðistaðurinn í Hvítá í landi Skálholts.


Nú  þegar hlýnað hefur á Suðurlandi, þá hefur veiðin tekið vel við sér á ýmsum okkar svæða. Hér er frétt frá veiðimanni sem kíkti á Hvítá við Skálholt í dag.


Alfreð Elíasson, veiðimaður og gæt, kíkti við í Hvítá í dag. Alfreð er gríðarlega duglegur og iðinn veiðimaður – skannar svæði vel og er góður að finna fisk. Hann lenti í aldeilis ævintýri við Hvítá í dag. Við veiðistaðinn Stekkatún, stað nr 4 á veiðikortinu, þá fann hann mikið af fiski. hann var á ferð um svæðið og sá smá hreyfingu sem gæti hafa verið fiskur, og ákvað að kasta á staðinn. Niðurstaðan, eftir um 4 tíma veiði, var 2 birtingar og 9 niðurgöngulaxar – og margir fiskar misstir. Alfreð veiðir á flugu og í dag var veitt djúpt og hægt.


Frábært að heyra af góðri veiði í Hvítá, en við hvetjum alla til að fara meðhöndla vorfiskinn, bæði birting og lax, með varkárni og sleppa öllu sem veiðist.



Hér að neðan eru nokkrir fiskar sem veiðst hafa á Torfastöðum, Hólaá og Hvítá síðustu daga.





0 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page