Skálholt er steinsnar frá þjóðveginum!
- Herdís Friðriksdóttir
- Jun 13
- 2 min read
Í nýjasta þætti RUV, Steinsnar frá þjóðvegi birtist leikarinn Örn Árnason í hlutverki leiðsögumanns og leiðir áhorfandann um sögustaðinn Skálholt. Þátturinn var sýndur 12. júní 2025 og er annar þáttur af sex í þáttaseríu sem skoðar staði sem liggja steinsnar við þjóðveginn.
Í þættinum dregur Örn fram áhugaverða sögu staðarins. Hann skoðar Staupastein, fornminjasvæðið, gengur í gegnum undirgöngin og inn á safn Þjóðminjasafns Íslands sem er í kjallar kirkjunnar. Hann fer einnig inn í Þorláksbúð og gengur að minningarsteini um Jón Arason og syni hans. Í þættinum gefur hann greinagóða mynd af áhugaverðri sögu staðarins.
Örn segir frá Brynjúlfi Jónssyni sem var fyrstur fornfræðinga að skoða minjar í Skálholti. Nú er hægt að ganga um fornminjasvæðið sunnan við kirkjuna, sem sýnir húsaskipan frá 17. og 18. öld, skanna QR kóða og lesa sér til um söguna. Eftir að þátturinn var tekinn upp, fékk fornleifasvæðið algera yfirhalningu og er auðvelt að sjá skipan þeirra húsa sem þar voru áður fyrr.
Í þættinum fer Örn eining að minningarsteini um Jón Arason og syni hans. Jón Arason var sem kunnugt er hálshöggvinn ásamt sonum sínum árið 1550 og markar það upphaf siðaskipta á Íslandi. Bandaríska konan Disney Leath sem var mikill íslandsvinur og heimsótti landið nokkrum sinnum. Disney lét reisa minningarstein um þá feðga árið 1912 og stendur hann norðan við kirkjuna. Hægt er að ganga að steininum um Þorláksleið sem liggur að Þorlákssæti.
Þátturinn gefur innsýn í hvernig trúarlegir og menningarlegir viðburðir áttu sér stað í Skálholti í gegnum aldirnar en staðurinn var höfuðstaður Íslands í um 750 ár.
Við þökkum RUV kærlega fyrir að koma við í Skálholti og varpa ljósi á merkilega sögu Skálholtsstaðar.
Skálholtsdómkirkja er opin alla daga frá kl 9 - 18. Gestum er velkomið að ganga inn í kirkjuna, skoða Þorláksbúð, og fornleifasvæðið. Einnig eru fjölmargir göngustígar á Skálholtsstað þar sem hægt er að ganga og kynnast sögunni.
Hægt er að panta leiðsögn um kirkjuna fyrir hópa með því að senda póst á skalholt@skalholt.is
Hér eru nokkrar myndir af Skálholtsstað.
Comments