top of page

Menningarveisla í Skálholti alla laugardaga í maí!

Menningarveisla í Skálholti – Maí 2025

Í Skálholti verður boðið upp á menningarveislu alla laugardaga í maí kl 15:00 með fjölbreyttri fræðslu og göngum þar sem náttúra, saga og menningararfur svæðisins fá að njóta sín. Allir viðburðir eru ókeypis og opnir öllum. Uppbyggingasjóður Suðurlands styrkir menningarveisluna.


Dagskrá menningarveislunnar í Skálholti:


3. maí kl 9:00 - Fuglar í landi Skálholts

Fuglaganga með Tómasi Gunnarssyni fuglafræðingi um Skálholtstungu.

(mæting í Skálholtsbúðir)


10. maí kl 15:00 - Að bjarga bók!

Eyþór Guðmundsson bókasafnari fer yfir tilurð Old Icelandic books


17. Maí kl 15:00 - Skörungurinn í Skálholti

Fræðsla um Valgerði Jónsdóttur biskupsfrú með Halldóru Kristinsdóttur


24. maí kl 15:00 - Under the surface of Skálholt - In English

Gavin Lucas gives an overview of the archaeological excavations at Skálholt between 2002 and 2007. (fyrirlesturinn er á ensku)


31. maí kl 15:00 -  Eggjakökupönnur, saffran og ruslakeppir

Nanna Rögnvaldardóttir leiðir gesti í sannleikann um Marghliða íslenska matarsögu.


Mæting á alla viðburði (nema fuglagönguna) er kl 15:00 í Skálholtsskóla, í fyrirlestrarsal inn af Veitingastaðnum Hvönn.


Allir viðburðir eru ókeypis og opnir öllum. Uppbyggingasjóður Suðurlands styrkir menningarveisluna.


Veitingastaðurinn Hvönn verður opinn og býður m.a. upp á súpu dagsins og brauð á tilboði.




Comments


bottom of page