top of page

Starfið í Skálholti fer af stað eftir sumarið


Um leið og börnin setjast á skólabekk og lömbin eru heimt af fjalli, hefst nýtt og líflegt hauststarf í Skálholti. Hér mætast trú, menning og samfélag í fallegu umhverfi, og framundan er fjölbreytt dagskrá fyrir unga sem aldna.


Helgihald og tónlist

Reglulegt helgihald fer fram alla sunnudaga þar sem lifandi messur og falleg kirkjutónlist mætast. Aðra hverja viku eru fjölskyldumessur þar sem börn og fjölskyldufólk eru boðin sérstaklega velkomin. Kirkjukaffi í Gestastofunni eftir messur. Kór Skálholts heldur áfram æfingum og tekur virkan þátt safnaðarstarfi og tónleikum. Í haust verða einnig haldnir sérstakir tónleikar með fjölbreyttum listamönnum – bæði innlendum og erlendum.


Fermingarfræðslan fer af stað

Fermingarfræðslan hefst að nýju með fjölskyldumessu þann 7. september nk en í haust verður boðið upp á fjölbreytt barna- og fjölskyldustarf þar sem leikur, söngur og fræðsla mætast í hlýju samfélagi.


Viðburðir og námskeið

Í október verður haldin guðfræðiráðstefna þar sem fjölbreyttir fræðimenn koma saman til að ræða trú og menningu. Í nóvember verða kyrrðardagar í Skálholti fyrir þá sem vilja staldra við og næra sálina.


Menning og matarupplifun

Á Hótel Hvönn verður boðið upp á sérstaka matseðla þar sem hráefni úr sveitinni fær að njóta sín – tilvalið fyrir þá sem vilja sameina andlega og líkamlega næringu eftir viðburði í kirkjunni.


Vertu hluti af samfélaginu

Starfsfólk Skálholts veitir fúslega allar nánari upplýsingar um það sem er framundan. Heimasíðan skalholt.is er uppfærð reglulega með nýjum viðburðum og fréttum úr Skálholti. Á Facebook síðu Skálholts má einnig finna dagskrá og tilkynningar um tónleika, námskeið og viðburði.


Hér eru nokkrar myndir úr safnaðarstarfi Skálholtsstaðar, af kirkjunni og ýmsum hópum sem hafa sótt staðinn heim:



🌿 Innilega velkomin í Skálholt – lifandi menningarstað í hjarta uppsveitanna! 🌿

Comments


bottom of page