top of page

Fermingarbörn úr Skálholti í Vatnaskóg

Um 75 fermingarbörn úr uppsveitum og Rangárþingi dvöldu við leik og störf í Vatnaskógi í Svínadal í Hvalfjarðarsveit nú í vikunni. Staðurinn er einstakur, vatnið, skógurinn og fjöllin í kring bjóða upp á ótæmandi möguleika til spennandi útiveru og leikja. Svæðið er auk þess vel búið til ýmis skonar upplyftingar en þar er m.a. stórt íþróttahús, fótbolta- og frjálsíþróttavellir, smíðaverkstæði og bátar, og góð gisti- og samveruaðstaða innanhúss. 

 

Úr Skálholtsprestakalli komu 24 fermingarbörn úr þremur skólum. Þau voru öll sjálfum sér og sínum til mikils sóma og nutu dvalarinnar, sem er mikilvægur hluti af fermingarfræðslu vetrarins. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir sóknarprestur og Bergþóra Ragnarsdóttir djákni leiddu Skálholtshópinn í fræðslu og söng og snaggaralegt starfsfólk Vatnaskógar leiddu gleði og gaman. 

 

Fermingarstarfið hefur farið vel af stað og starfsfólk Skálholtsstaðar hlakkar til vetrarins. 

Comments


bottom of page