Hruni sótti Miðdal heim!
- Herdís Friðriksdóttir
- 3 days ago
- 1 min read
Miðdalssókn í Skálholtsprestakalli fékk dásamlega heimsókn sl fimmtudag, þegar sóknarnefndarfólk úr Hrunaprestakalli með presti sínum, sr. Óskari Hafsteini Óskarssyni, lagði leið sína yfir ána og fékk að kynnast kirkju, kirkjugörðum og heimafólki.
Það var Pálmi Hilmarsson, formaður Miðdalssóknar, sem bar hitann og þungann af heimsókninni, og leiðsagði hann hópnum með þokka og visku, um gersemina sem Miðdalskirkja er, sögu kirkjugarðanna og í lokinn, sögu Héraðsskólans á Laugarvatni. En þar kom hópurinn við og gæddi sér á veitingum.
Einnig var stutt helgistund í umsjón sóknarprestsins sr. Kristínar Þórunnar og Bergþóru djákna, og lék Jón Bjarnason á hið ágæta hljóðfæri Miðdalskirkju.
Miðdalssókn þakkar fyrir góð kynni og vinafund og hefur þegar lagt drög að því að endurgjalda heimsóknina yfir í Hreppana.
Comments