top of page

Framkvæmdir við Skálholtsdómkirkju

Framkvæmdir við drenlögn eru hafnar við Skálholtsdómkirkju. Grafið verður meðfram veggjum kirkjunnar og drenlögn lögð niður til að koma í veg fyrir raka í kjallara kirkjunnar.


Verkið er unnið af JH verktökum og mun taka um 2 vikur. Minjastofnun Íslands hefur fundað með ráðsmanni og verktaka og lagt blessun sína yfir verkið, en fara þarf varlega þegar um menningarminjar er að ræða.


Kirkjan verður opin allan verktímann en hugsanlega þarf að loka aðgengi til skamms tíma. Framkvæmdasvæðið verður vel afgirt svo ekki verði slys á fólki.


 
 
 

Comments


bottom of page