Bókhlaðan til sýnis milli 12 og 18
- Skálholtsbiskup
- Jul 19
- 1 min read

Bókhlaða Skálholts verður formlega opnuð með yfirlýsingu í messu og hátíðardagská Skálholtshátíðar. Fólki er boðið að koma í Bókhlöðuna sunnudaginn 20. júlí milli kl. 12 og 18 og skoða aðstöðuna sem er á jarðhæðinni í Gestastofu. Þar verður hægt að sjá bækurnar í hillum og einnig nokkrar í sýningarskápum en ekki verður hægt að lofa fólki að snerta bækurnar að svo stöddu. Strax í næsta mánuði verður haldið áfram að ljúka vinnu við öryggismál og verður Bókhlaðan því lokuð þangað til því er lokið. Eru allir gestir hátíðarinnar beðnir að virða þá reglu núna að snerta ekki bækurnar í hillunum því margar þeirra eru afar gamlar. Nokkrar eru prentaðar á 16. öld og allmargar á 17. öld. Og margar eru í upprunalegu bókbandi og afar viðkvæmar.
Comments