Vígslutónleikar flygilsins í Skálholtsdómkirkju
- Herdís Friðriksdóttir
.png/v1/fill/w_320,h_320/file.jpg)
- Nov 9
- 1 min read
Undanfarin tvö ár hafa vinir og velunnarar Skálholtsstaðar lyft grettistaki og safnað 16 milljónum í flygilsjóð Skálholts. Söfnunin hófst með framlagi frá Kirkjubyggingarsjóði á Laugarvatni og hefur notið stuðnings frá ríki, sveitarfélögum, félagasamtökum og einstaklingum.
Nú er þessi draumur orðinn að veruleika – Steinway-flygill Salarins í Kópavogi hefur fengið nýtt heimili í Skálholtsdómkirkju.
Við hlökkum til að fagna þessum tímamótum með ykkur og þökkum kærlega fyrir allan stuðning og hlýhug til Skálholtsstaðar.
🎵
Á tónleikunum koma fram:
Jón Bjarnason, dómorganisti og listrænn stjórnandi tónleikanna
Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, mezzósópransöngkona
Skálholtskórinn
Jóhann I. Stefánsson, trompetleikari
Pétur Nói Stefánsson, organisti
Flutt verða verk eftir m.a. J. S. Bach, Beethoven, Chopin, Debussy, Schubert, John Rutter og Sigvalda Kaldalóns.
Á efnisskránni er bæði hátíðleg og hlý tónlist sem hæfir þessum merku tímamótum.


















Comments