top of page

Vígslutónleikar flygilsins í Skálholtsdómkirkju

Undanfarin tvö ár hafa vinir og velunnarar Skálholtsstaðar lyft grettistaki og safnað 16 milljónum í flygilsjóð Skálholts. Söfnunin hófst með framlagi frá Kirkjubyggingarsjóði á Laugarvatni og hefur notið stuðnings frá ríki, sveitarfélögum, félagasamtökum og einstaklingum. 


Nú er þessi draumur orðinn að veruleika – Steinway-flygill Salarins í Kópavogi hefur fengið nýtt heimili í Skálholtsdómkirkju.

Við hlökkum til að fagna þessum tímamótum með ykkur og þökkum kærlega fyrir allan stuðning og hlýhug til Skálholtsstaðar.

 

🎵 

Á tónleikunum koma fram:

  • Jón Bjarnason, dómorganisti og listrænn stjórnandi tónleikanna

  • Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, mezzósópransöngkona

  • Skálholtskórinn

  • Jóhann I. Stefánsson, trompetleikari

  • Pétur Nói Stefánsson, organisti

 

Flutt verða verk eftir m.a. J. S. Bach, Beethoven, Chopin, Debussy, Schubert, John Rutter og Sigvalda Kaldalóns.

Á efnisskránni er bæði hátíðleg og hlý tónlist sem hæfir þessum merku tímamótum.



Comments


bottom of page