Tvö merkis málþing á Skálholtshátíð
- Skálholtsbiskup
- Jul 5
- 2 min read
Updated: 5 days ago

Í dagskrá Skálholtshátíðar 18. - 20. júlí eru haldin tvö málþing sem eru bæði athyglisverð og spennandi hvort á sinn hátt. Föstudagurinn 18. júlí er helgaður Brynjólfi biskupi Sveinssyni af því tilefni að í ágúst er 350. ártíð hans. Laugardaginn 19. júlí er málþing um trúarjátningu, játningar, samfélag og köllun í tilefni þess að 1700 ár eru liðin frá fyrstu trúarjátningu kirkjunnar í Níkeu 325. Yfirlit yfir málþingin er að finna undir viðburðir hér á síðunni. Fyrra málþingið er haldið af vígslubiskupi Skálholts og Skálholtsfélaginu hinu nýja, en seinna málþingið er haldið af Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar. Enginn aðgangseyrir er að málþingunum og þau eru öllum opin. Veitingasala er á Hvönn í Skálholti en boðið er uppá kaffi og kleinur á báðum málþingunum.

Málþingið um Brynjólf biskup er haldið á íslensku og eru fyrirlesarar dr. Hjalti Hugason, prófessor emeritus, dr. Margrét Eggertsdóttir, rannsóknarprófessor við Árnastofnun, sr. Torfi Hjaltalín, höfundur bókarinnar um Brynjólf biskup og Friðrik Erlingsson rithöfundur, sem einnig leiðir Ragnheiðargöngu eftir kaffi. Málþingið hefst kl. 13 og líkur með kaffi um kl. 15 og eftir kaffi er gangan eða Ragnheiðar-rölt um heimatorfuna.

Málþingið um játningarnar er laugardaginn 19. júlí kl. 10-12 og er það á ensku. Aðal fyrirlesturinn er: "Kirkjan játar: Frá Níkeu til nútímans. A confessing church: From Nicaea to now. An exploration of creed, confessions, communion, and calling" sem fluttur er af dr. Dirk G. Lange. Dr. María Guðrúnar Ágústsdóttir, sóknarprestur í Reykholti, flytur erindi um játningar í kirkjulegu samhengi á Íslandi; Creed and confessions in the Icelandic ecclesial context. , sr. Sveinn Valgeirsson um þátttakendur og framganginn á Níkeuþinginu og aðstæður á þeim tíma; Players and important persons at Niecaea 325. Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor, er málstofustjóri og Bogi Ágústson, formaður stjórnar Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar, setur málþingið með aðfaraorðum og slítur því. Myndin er af dr. Dirk G. Lange, prófessor.
Comments