Pílagrímaganga fyrir börn á Skálholtshátíð
- Skálholtsbiskup
- Jul 13
- 1 min read

Sr. Elínborg Sturludóttir leiðir stutta pílagrímagöngu fyrir börn á Skálholtshátíð sunnudaginn 20. júlí kl. 11. Safnast er saman í Þorláksbúð og genginn stuttur hringur um minjasvæðið og umhverfis kirkjuna á nokkra minnisverða staði. Farið verður á hraða þeirra barna sem mæta og eru þau öll hjartanlega velkomin. Við reiknum með sól og blíðu en biðjum alla að vera klædd eftir veðri. Hlé verður gert á göngunni í hádeginu.
Sr. Elínborg er okkar helsti sérfræðingur í pílagrímagöngum og hefur leitt margar göngur, ör-göngur fyrir og eftir messur og lengri göngur hér á landi, á Spáni og víðar.
Stefnt er að því að þau börn sem vilja muni síðan ganga inn til messunnar kl. 14 með pílagrímum sem koma frá Neðra Apavatni þennan morgun undir leiðsögn sr. Örn Grétarsdóttur. Hægt verður að koma til liðs við hópinn hennar Elínborgar þótt börnin nái ekki að vera með í göngunni um morguninn og ganga síðasta spölinn til kirkju.
Innganga pílagríma hefur verið afar mikilvægur og fallegur þáttur í upphafi hátíðarmessunnar á Skálholtshátíð.







Comments