top of page

Dagskrá Skálholtshátíðar 2025

Updated: Jul 19

Yfirskrift hátíðarinnar í ár er „Á eina bókina – Eitt í Kristi“ 


SKÁLHOLTSHÁTÍÐ 2025: „Á eina bókina – Eitt í Kristi.“


FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ

  • Kl. 9.00 · Tíðargjörð í dómkirkjunni – Morgunbæn

  • Kl. 13.00–15.00 · Málþing Skálholtsfélagsins hins nýja og vígslubiskups í tilefni af 350 ára ártíð Brynjólfs Sveinsonar biskups í Skálholti og útgáfu nýrrar bókar um Brynjólf eftir dr. Torfa K. Stefánsson Hjaltalín. Málstofustjóri er vígslubiskup, sr. Kristján Björnsson.

    – Efni: Dr. Hjalti Hugason flytur hugleiðingar um Brynjólf sem íkon, dr. Margrét Eggertsdóttir flytur erindi um handritin og söfnunarmarkmið Brynjólfs, dr. Torfi K. Stefánsson Hjaltalín talar um einhvern dugmesta biskup íslensku siðbótarkirkjunnar út frá ævisögunni sem hann hefur skrifað, og Friðrik Erlingsson ræðir um Ragnheiði, ævi og örlög.


  • Kl. 15.00 · Kaffiveitingar á veitingastaðnum Hvönn fyrir málstofugesti í boði félagsins.


  • Kl. 15.30 · Ragnheiðarganga – Friðrik Erlingsson talar og leiðir fólk um heimatorfuna á valda staði í ævi Ragnheiðar Brynjólfdóttur.


  • Kl. 18.00 · Tíðargjörð Ísleifsreglunnar í dómkirkju – Kvöldbæn


LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ

  • Kl. 09.00 · Útimessa við Þorlákssæti – Vígslubiskup þjónar og setur Skálholtshátíð 2025.


  • Kl. 10.00–12.00 · Málþing Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar í tilefni af 1700 ára afmæli Níkeujátingarinnar.“How Can We Be One, Holy, Catholic and Apostolic Church?” Málþingið er á ensku í salnum á Hótel Skálholti. Formaður stofnunarinnar, Bogi Ágústson, setur þingið.


    – Aðalfyrirlesari: Dr. Dirk G. Lange (Lútherska heimssambandið): „Kirkjan játar: Frá Níkeu til nútímans.  A confessing church: From Nicaea to now. An exploration of creed, confessions, communion, and calling“


    Sr. Sveinn Valgeirsson flytur stutt erindi um „Þau sem voru á kirkjuþinginu í Níkeu og bakgrunn þess í frumkirkjunni. Players and theological background“. Dr. María Guðrúnar Ágústsdóttir flytur erindið „Játningar í kirkjulegu samhengi á Íslandi. Creed and confessions in the Icelandic ecclesial context – a short reflection.“


    – Umræðum stýrir dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor og aðstoðarforseti Lútherska heimssambandsins. Í pallborði verða dr. Dirk G. Lange, dr. María G. Ágústsdóttir og sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup.


  • Kl. 13.00 · Fornleifaskóli barnanna hefst við kirkjuna – Heiðdís Einarsdóttir,  leiðsögumaður, fræðir börn og gesti um fornleifar í Skálholti og börnin fá að grafa upp forngripi.


  • Kl. 16.00 · Hátíðartónleikar í dómkirkjunni

    Flutt verða m.a.:

    Kantata BWV 84 – J.S. Bach

    Credo in F – Antonio Lotti

    Air – Bach, Adagio – Albinoni

    Flytjendur:

    – Skálholtskórinn

    – Sópran: Hlín Pétursdóttir Behrens

    – Óbó: Matthías Birgir Nardeau

    – Fiðlur: Joaquin Páll Palomares og Gunnhildur Daðadóttir

    – Víóla: Anna Elísabet Sigurðardóttir

    – Selló: Margrét Árnadóttir

    – Kontrabassi: Gunnlaugur Torfi Stefánsson

    – Stjórnandi og organisti: Jón Bjarnason


  • Kl. 18.00 · Tíðargjörð Ísleifsreglunnar í dómkirkju – Kvöldbæn


SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ – ÞORLÁKSMESSA Á SUMAR


Hápunktur hátíðarinnar í einingu kirkju og kristni

  • Kl. 09.00 · Tíðargjörð að morgni. Fundur í Ísleifsreglunni í Þorláksbúð á eftir fyrir áhugasama.


  • Kl. 11.00 · Orgeltónleikar í dómkirkjunni – Jón Bjarnason flytur verk eftir J.S. Bach á orgelið.


  • Kl. 11.00 Pílagrímaganga barnanna á heimatorfunni í umsjá sr. Elínborgar Sturludóttur.


  • Kl. 14.00 · Hátíðarmessa með skrúðfylkingu og inngöngu pílagríma og barna. Þema messunnar er „Legg þú á djúpið eftir Drottins orði.“  Í messunni verður nýr Steinway D konsertflygill vígður, opnun Bókhlöðu Skálholts verður lýst. Einnig verður tekið á móti minningargjöfum um dr. Sigurbjörn biskup Einarsson og merku bókasafni Sigfúsar Ólafssonar tónmenntakennara á Selfossi.


    – Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Boga Ágústssyni, Sigríði Hagalín Björnsdóttur, Erlendi Hjaltasyni, Elínborgu Sigurðardóttur, Hildi Ingu Jónsdóttur, Vigdísi Fjólu Þórarinsdóttur, Birni Ásgeiri Kristjánssyni, sr. Sveini Valgeirssyni, sr. Bryndísi Möllu Elídóttur, sr. Örnu Grétarsdóttur, sr. Kristjáni Val Ingólfssyni, sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur, Bergþóru Ragnarsdóttur, djákna, sr. Kristínu Þórunni Tómasdóttur, sóknarpresti og frú Guðrúnu Karls Helgudóttur, biskupi Íslands.

    – Skálholtskórinn syngur. Jón Bjarnason dómorganisti leikur á orgel og flygil og trompetleikarar eru Jóhann I. Stefánsson og Vilhjálmur Ingi Sigurðsson.


  • Kl. 15.30 · Kirkjukaffi í boði staðarins á veitingastaðnum Hvönn


  • Kl. 16.00 · Hátíðardagskrá í kirkjunni

    – Hátíðarerindi flytur Jón Kalman Stefánsson, rithöfundur, og stutt erindi er frá dr. Guðrúnu Nordal, forstöðumanni Árnastofnunar.

    – Kórverk og tónlist flutt af Skálholtskór og Jón Bjarnasyni á orgel og nýja flygilinn.

    – Ávörp flytja frú Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands og dr. Dirk G. Lange, frá Lútherska heimssambandinu.

    – Sagt nánar frá opnun Bókhlöðu Skálholts (Bókhlaðan er opin til sýnis kl. 12-18, minningargjöf um dr. Sigurbjörn biskup og bókasafnsgjöf til minningar um Sigfús Ólafsson, tónmenntakennara á Selfossi en báðar gjafirnar bæta Bókhlöðuna með bókum og munum. Sagt verður frá fyrirætlunum um Prentsögusetur Íslands.

    – Vígslubiskup, sr. Kristján Björnsson, stýrir dagskrá og slítur Skálholtshátíð


  • Kl. 17.20 ca. · Te Deum – bænagjörð til Guðs

 
 
 

Comentários


bottom of page