Bókhlaða Skálholts tekur á sig nýa mynd
- Skálholtsbiskup
- Sep 20, 2024
- 1 min read

Nýtt húsnæði Bókhlöðunnar í Skálholti er óðum að taka á sig nýja mynd í Gestastofunni. Í gær kom fyrsti hópurinn í vettvangsferð undir leiðsögn sr. Kristjáns Björnssonar, vígslubiskups, en það eru héraðsskjalaverðir af landinu öllu sem er á ráðstefnu í Skálholti þessa daga.
Iðnaðarmenn keppast við að ljúka allri vinnu við Bókhlöðuna og í gær settu menn Á. Guðmundssonar upp hilllurnar. Endurbætur ehf annast smíðarnar með Súperlögnum og JPJ Rafvirkjum en framkvæmdirnar eru á vegum fasteignasviðs biskupsstofu.

Í fyrra kom Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra í húsnæðið hálfklárað og afhenti styrk úr sjóðum ráðuneytisins og annar stór styrkur kom frá A.P. Möller sjóðnum í Kaupmannahöfn. Um þessa styrki heldur Verndarsjóður Skálholtsdómkirkju og tekur við frjálsum framlögum til að hægt verði að ljúka innréttingum að fullu.
Bókhlaðan er að stofni til bókasafn úr dánarbúi Þorsteins Þorsteinssonar, sýslumanns Dalamanna, en Þjóðkirkjan keypti það af Kára Borgfjörð Helgasyni https://timarit.is/page/2362536#page/n3/mode/2up að forlagi Skálholtsfélagsins sem greiddi fyrsta framlagið til kaupanna. Aðal hvatamaður að kaupum þessa dýrasta bókasafns í einkaeigu á þeim tíma var dr. Sigurbjörn Einarssonar, biskup Íslands.
Aukið hefur verið við safnið með bókagjöfum frá Sigurbirni sjálfum og öðrum.

Safnið hefur verið í geymslu í turni Skálholtskirkju allt frá 7. áratug síðustu aldar. Um tíma var óttast að það hefði orðið fyrir skemmdum meðan dómkirkjan lak sem mest en á síðasta ári lauk fullkomnum endurbótum á kirkjunni að utan og innan. Með nýja húsnæðinu verður hægt að skapa aðstöðu til lestrar og vinnu við safnið.

Comments