top of page

VÍGSLUBISKUP

Skalholtshatid2018-(41-of-68) (002).jpg

Umdæmi vígslubiskups í Skálholti nær yfir 6 prófastsdæmi sem eru Suðurprófastsdæmi, Kjalarnessprófastsdæmi, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og eystra, Vesturlandsprófastsdæmi og Vestfjarðarprófastsdæmi.

Vígslubiskup í Skálholti er sr. Kristján Björnsson. Hann var vígður biskupsvígslu á Skálholtshátíð 22. júlí 2018 af Frú Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands að viðstöddu miklu fjölmenni.

Ítarlegar upplýsingar um ævi og störf sr. Kristjáns er að finna á heimasíðunni www.kristjanbjornsson.is 

Sr. Kristján er fæddur 6. desember 1958 og vígður prestur 9. júlí 1989 á Hólum í Hjaltadal af sr. Sigurði Guðmundssyni, vígslubiskupi. Kristján er sonur Björns Sigurðssonar, fv. lögregluvarðstjóra, og Kristínar Bögeskov, djákna, en Kristín er dáin 2003. 

Sr. Kristján hefur verið sóknarprestur í Breiðabólsstaðarprestakalli í Húnavatnsprófastdæmi (9 ár), Vestmannaeyjaprestakalli í Kjalarnessprófastsdæmi sem síðar var í Suðurprófastsdæmi (17 ár), og í Eyrarbakkaprestakalli í Suðurprófastsdæmi (3 ár).

Hann er varaformaður Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar. 

Á árum áður hefur sr. Kristján verið ritstjóri Kirkjuritsins, formaður Prestafélags hins forna Hólastiftis, formaður Prestafélags Íslands, formaður samráðsnefndar Norrænu prestafélaganna og formaður stjórnar Stafkirkjunnar og átt sæti í fulltrúaráði Hjálparstarfs kirkjunnar, á kirkjuþingi, í kirkjuráði, í stjórn Skálholts og í ráðgjafarnefnd um Evrópusambandsumsókn Íslands. Þá hefur Kristján verið blaðamaður, lögregluþjónn og starfsmaður þjóðgarðsins á Þingvöllum. Hann hefur verið félagi í hjálparsveitum Landsbjargar frá unglingsaldri, hestamaður og skáti. Hann hefur einnig verið leiðsögumaður hjá Íslensku fjallaleiðsögumönnum og víðar.

Sr. Kristján lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1987 og stundaði framhaldsnám í klínískri sálgæslu við Tampa General Hospital í Tampa á Flórída 2003-4. 

Eiginkona sr. Kristjáns er Guðrún Helga Bjarnadóttir, leikskólakennari og starfsmaður Blátt áfram og Barnaheilla á Íslandi og leiðsögumaður, dóttir Bjarna B. Ásgeirssonar og Elínar Guðmundsdóttur. Guðrún Helga hefur starfað um árabil með Blátt áfram að forvörnum gegn kynferðisbrotum á börnum. Hún er fv. leikskólastjóri og leikskólafulltrúi. Börnin eru fimm og barnabörnin eru 6 í þremur löndum.

Netfang: kristjan.bjornsson@kirkjan.is

Sími: 856-1592

Yfirlit yfir alla biskupa í Skálholti.

Hér er yfirlit yfir biskupa í Skálholti frá árinu 1056 og biskupa Íslands frá því um 1800. Biskupsstólar eru í Skálholti frá 1056 og á Hólum í Hjaltadal frá 1106. Árið 1540 voru siðaskiptin í Skálholtsbiskupsdæmi.

Skálholtsbiskupar í rómversk katólskum sið:

Skálholtsbiskupar í lútherskum sið:

Vígslubiskupar í Skálholti:

  • 1909–1930 → Valdimar Briem

  • 1931–1936 → Sigurður P. Sívertsen

  • 1937–1965 → Bjarni Jónsson

  • 1966–1983 → Sigurður Pálsson

  • 1983–1989 → Ólafur Skúlason

  • 1989–1994 → Jónas Gíslason (fyrsti vígslubiskup með búsetu í Skálholti)

  • 1994–2010 → Sigurður Sigurðarson

  • 2011- 2017 → Kristján Valur Ingólfsson

  • 2018 - núverandi  → Kristján Björnsson

Biskupar yfir Íslandi:

  • 1801–1823 → Geir Vídalín

  • 1824–1845 → Steingrímur Jónsson

  • 1846–1866 → Helgi G. Thordersen

  • 1866–1889 → Pétur Pétursson

  • 1889–1908 → Hallgrímur Sveinsson

  • 1908–1916 → Þórhallur Bjarnason

  • 1917–1939 → Jón Helgason

  • 1939–1953 → Sigurgeir Sigurðsson

  • 1953–1959 → Ásmundur Guðmundsson

  • 1959–1981 → Sigurbjörn Einarsson

  • 1981–1989 → Pétur Sigurgeirsson

  • 1989–1997 → Ólafur Skúlason

  • 1998– 2012→ Karl Sigurbjörnsso

  • 2012- núverandi →  Agnes M. Sigurðardóttir

bottom of page