Dagskrá helgihalds um páska í Skálholtsprestakalli 2025
- Herdís Friðriksdóttir
- Apr 15
- 2 min read
Updated: Apr 19
Skálholtsprestakall býður söfnuðum sínum og gestum velkomin til messuhalds og helgihalds yfir páskahátíðina með fjölbreyttri dagskrá í kirkjum Skálholtsprestakalls. Í Skálholtsdómkirkju og öðrum sóknarkirkjum verður boðið upp á trúarlega upplifun, fallega tónlist og helgihald sem heiðrar dýpstu merkingu páskahátíðarinnar.
Hér má sjá lista yfir helgihald í Skálholtsprestakalli um páska 2025:
17. APRÍL SKÍRDAGUR
- Kl 14 Messa í Bræðratungukirkju. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir og Jón Bjarnason þjóna.
- Kl 20 Getsemanestund í Skálholtskirkju. Síðasta kvöldmáltíðin og afskrýðing altarisins í lokin. Gengið út í þögnina. Skálholtskórinn. Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup þjónar fyrir altari og prédikar. Bergþóra Ragnarsdóttir djákni. Organisti Jón Bjarnason.
18. APRÍL FÖSTUDAGURINN LANGI
- Kl 14 Guðsþjónusta í Torfastaðakirkju. Sr. Kristín Þórunn Bjarnadóttir og Jón Bjarnason þjóna.
- Kl 16 Guðsþjónusta í Skálholtskirkju. Píslasagan lesin með sálmum sr. Hallgríms. Skáholtskórinn flytur kórverk. Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup þjónar fyrir altari. Bergþóra Ragnarsdóttir djákni. Organisti er Jón Bjarnason.
20. APRÍL PÁSKADAGUR
- Kl 05:55 Helgistund í Skálholti með altarisgöngu við sólarupprás úti við kórgaflinn á Skálholtsdómkirkju. Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup þjónar.
- Kl 08 Árdagsmessa í Skálholtskirkju með gleðilegum páskum. Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup þjónar fyrir altari. Bergþóra Ragnarsdóttir djákni. Organisti Jón Bjarnason. Morgunverður á Hvönn í boði staðarins!
- Kl 11 Hátíðarmessa í Miðdalskirkju. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir og Jón Bjarnason þjóna.
- Kl 14 Hátíðarmessa og ferming í Skálholtskirkju. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, Bergþóra Ragnarsdóttir djákni og Jón Bjarnason þjóna.
- Kl 14 Hátíðarmessa í Þingvallakirkju. Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup þjónar. Organisti Ester Ólafsdóttir.
- Kl 16 Hátíðarmessa í Úthlíðarkirkju. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir og Jón Bjarnason þjóna.
21. APRÍL ANNAR PÁSKADAGUR
- Kl 14 Páskamessa í Haukadalskirkju. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir og Jón Bjarnason þjóna.
Við hvetjum alla, heimamenn jafnt sem gesti, til að taka þátt í þessari hátíðlegu vegferð sem leiðir okkur frá þögn Getsemane að gleði páskadags. Hvert helgihald býður upp á einstaka stund fyrir sál og samhygð í samfélagi kirkjunnar.
Verið hjartanlega velkomin – gleðilega páska!
Nánari upplýsingar um hverja messu má finna undir viðburðir á www.skalholt.is
Comments