top of page
Búðkaup.jpg

Hjónavígsla

Skálholtskirkja er tilvalin fyrir hjónavígslur. Kirkjan er einstaklega björt og falleg og hljómburður einn sá besti á landinu. Kirkjan tekur 250 manns í sæti en með viðbótum er hægt að hafa sæti fyrir allt að 280 manns.

Til að panta hjónavígslu er best að senda póst á skalholt@skalholt.is 

 

Eftirfarandi upplýsingar þarf að gefa upp:

 

  • Nöfn og kennitölur brúðhjóna

  • Lögheimili brúðhjóna

  • Símanúmer og netfang tengiliðs

  • Nákvæma dagsetningu og tímasetningu brúðkaups

  • Nafn prests og organista

 

Athöfn sem fer fram í Skálholtskirkju skal vera kirkjuleg og skal prestur framkvæma athöfnina. 

Sett er skilyrði um að öll tónlist í kirkjunni sé í lifandi flutningi, þ.e. ekki spiluð af bandi. Hægt er að fá aðgang að hljóðnemum og hljóðkerfi, en biðja þarf um það fyrirfram. Organisti Skálholtskirkju er Jón Bjarnason og tekur hann gjarna að sér tónlistarflutning við hjónavígslur. Netfang Jóns er jon@skalholt.is

Aðstandendur brúðkaups frá aðgang að kirkjunni 1 klst fyrir brúðkaup til að stilla upp og undirbúa. Allt skraut sem sett er upp þarf að taka niður og fjarlægja að lokinni athöfn. Ekki er leyfilegt að vera með hrísgrjón á kirkjutröppum eða skraut sem dreift er yfir gólf og tröppur.

Kirkjuverðir starfa alla jafna yfir sumartímann. Þeir aðstoða við undirbúning og sjá til þess að aðrir en gestir brúðkaupsins komi inn í kirkjuna á meðan athöfn stendur. Fari brúðkaup fram að vetrarlagi er ekki hægt að gera ráð fyrir þessari þjónustu.  

Gjald fyrir afnot af Skálholtskirkju er 30.000 kr. Sendur er reikningur í heimabanka að athöfn lokinni.

Til að panta Skálholtskirkju fyrir kirkjulegar athafnir er best að senda póst á skalholt@skalholt.is 

Sé óskað eftir prest eða organista frá Skálholtskirkju má hafa samband viðkomandi:

Kristín Þórunn Tómasdóttir sóknarprestur

kristin.tomasdottir@kirkjan.is

Kristján Björnsson vígslubiskup

kristjan.bjornsson@kirkjan.is

Jón Bjarnason organisti

jon@skalholt.is

Sé óskað eftir aðstöðu fyrir veislur eða veitingar skal haft samband við Hótel Skálholt í síma 486 8870 eða á netfangið: hotelskaholt@hotelskalholt.is

bottom of page