top of page

Gestastofa í Skálholti

Skálholtskirkja (5).jpg

Gestastofan er aðsetur fyrir safnaðarstarf.

Gestastofan er staðsett í elsta húsinu í Skálholti sem áður var bústaður vígslubiskups í Skálholti.

Í húsinu er aðstaða fyrir kórinn, barnastarfið og skrifstofur organista, sóknarprests og djákna. Þar fer fermingarfræðsla fram og boðið upp á kirkjukaffi eftir messur. 

Á næstunni er ráðgert að opna bókasafn og prentsögusetur í kjallara Gestastofunnar og verður fyrsti áfangi opnaður í júlí 2024. 

Í framtíðinni verður móttaka ferðamanna, sýning, minjagripaverslun, salerni og kaffihús rekin í húsinu. 

bottom of page