top of page
20230427_103015.jpg

Framkvæmdir í Skálholtskirkju 2022 - 2023

Skálholtskirkja hefur hlotið gagngera yfirhalningu árin 2022 og 2023. Farið var yfir allt ytra og innra byrði kirkjunnar á þessum tíma. 

Árið 2022 var skipt um þakplötur á kirkjunni og hún máluð að utan. Í janúar 2023 hófust svo endurbætur inni í kirkjunni þar sem farið var í múrviðgerðir, skipt um ofna, ljósabúnaður endurnýjaður og raflagnir. Að lokum var kirkjan heilspörsluð og máluð að innan. 

Verkið var í höndum verktakafyrirtækisins Múr og Mál og var kostað af Biskupsstofu. Verndarsjóður styrkti hönnun og tækjabúnað vegna nýrrar lýsingar í kirkjunni og greiddi auk þess fyrir nýja kirkjuklukku sem hífð var ofaní kirkjuturninn á meðan á framkvæmdum stóð. 

Myndirnar sem teknar voru á meðan framkvæmdum stóð, tala sínu máli. 

Framkvæmdir í kirkjunni

bottom of page