top of page

Skálholtshátíð 20. - 23. júlí 2023 "Grasið visnar sagan vex"

Sextug kirkja einsog ný á þúsund ára kirkjustað. Málþing um gervigreind og trú. Málþing um 12. aldar siðbótina og Þorlák helga. Útgáfumálþing um Skálholt og tyrkjaránið. Tónleikar og sameinaðir kórar. Pílagrímaganga. Hátíðarmessa. Hátíðardagskrá. Útimessa og skata. Sögurölt á hlaðinu. Tíðagjörð.

Dagskráin er öllum opin
Enginn aðgangseyrir
Skálholtshátíð 20. - 23. júlí 2023 "Grasið visnar sagan vex"
Skálholtshátíð 20. - 23. júlí 2023 "Grasið visnar sagan vex"

TÍMI & STAÐSETTNING

20. júl., 11:00 – 23. júl., 17:30

Skálholt, Skálholt, 806 Selfoss, Iceland

UM VIÐBURÐINN

Skálholtshátíð er óvenju vegleg í ár og er haldin í fjóra daga. Yfirskrift hátíðarinnar er "Grasið visnar sagan vex." 

Fimmtudaginn 20. júlí er Þorláksmessa á sumar. Byrjar hann með útimessu kl. 10, sögurölti á heimatorfunni, hvítum fiski í hádeginu og eftir hádegi verður pílagrímaganga um Þorláksleið ofan í Skálholtstungu, frá Þorlákssæti að Þorlákshver. Nánar síðar.

Föstudagurinn 21. júlí er vígsludagur kirkjunnar 1963. Kl. 14.00 er áhugavert málþing um 12. aldar siðbót kirkjunnar, Þorlák helga og kirkjuvaldsstefnuna. 

Aðal fyrirlesarar málþingsins eru dr. Heidi Anett Øvergård Beistad frá Stiklastöðum í Noregi og dr. Elizabeth Marie Walgenbach á Árnastofnun auk dr. Helga Þorlákssonar, sagnfræðings.

Laugardaginn 22. júlí er málþing um gervigreind og trú í stafrænum veruleika nútímans, útgáfumálþing og veglegir tónleikar í kirkjunni. 

Fyrirlesari málþingsins um gervigreind og trú er dr. Antje Jackelén, fv. erkibiskup Svíþjóðar, og er málþingið haldið í samstarfi við Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar og Guðfræðistofnun Háskóla Íslands. Málstofustjóri er Bogi Ágústsson, formaður Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar. 

Eftir hádegi er á dagskrá útgáfumálþing nýrrar bókar um Skálholt og tyrkjaránið, "Turbulent times", eftir Adam Nichols og Karl Smára Hreinsson, með formála eftir sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup. Adam heldur erindi um tilurð verksins og mikilvægi Skálholts gagnvart þessari sögu Evrópu. Auk erindis Adams Nichlos verður Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur með innlegg.

Hátíðartónleikar eru kl. 16. Stjórnandi tónleikanna er Jón Bjarnason, organisti og stjórnandi Skálholtskórsins. 

Málþingið hefst kl. 10 árdegis og tónleikarnir eru kl. 16 síðdegis. Nánar síðar.

Sunnudaginn 23. júlí er hátíðarmessan kl. 14 og hátíðardagskrá kl. 16, auk orgeltónleika Jóns Bjarnsonar með verkum J.S. Bach kl. 11. 

Hátíðarerindið í hátíðardagskránni flytur Sigríður Hagalín Björnsdóttir, rithöfundur og fréttamaður.

Í hátíðardagskránni verður 60 ára vígsluafmælis kirkjunnar minnst. Pétur H. Ármannsson, arkítekt, flytur erindi um Skálholtsdómkirkju.

Skálholtskórinn og fleiri kórar syngja og hljóðfæraleikrara spila undir stjórn Jóns Bjarnasonar, organista. 

Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup, leiðir hátíðarmessuna, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sveini Valgeirssyni, sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur, sr. Maríu Rut Baldursdóttur og sr. Gísla Gunnarssyni, Hólabiskupi. Lesarar verða Kristín Ingólfsdóttir og Þórarinn Þorfinnsson.

Skálholtsstaður býður öllum í veglegt kirkjukaffi eftir hátíðarmessu sunnudagsins í tilefni af 60 ára vígsluafmælis kirkjunnar og endurnýjunar hennar.

Allir þættir hátíðarinnar eru opnir öllum og enginn aðgangseyrir er að hátíðinni. Sumir þættir hennar fara fram á ensku.

Málsverði og kaffiveitingar er hægt að kaupa á Veitingastaðnum Hvönn alla dagana og gisting er á Hótel Skálholti.  Verið öll hjartanlega velkomin. 

Fyrri hluti yfirskriftarinnar, "Grasið visnar sagan grær" er sóttur í 40. kafla Jesaja líkt og gert var við vígslu kirkjunnar en stefið kemur einnig fram í þjóðsöngnum okkar og ótrúlega víða í bókmenntum okkar, sálmum og ljóðum. Mikil áhersla er á sögurannsóknir á Skálholtshátíð 2023. Er síðari hluti yfirskriftarinnar byggður á því hvernig sagan vex með okkur á hverju ári en mest þegar við rannsökum söguna og sjáum á henni nýjar hliðar. Sagan vex líka með útgáfu erinda og bóka. Óvíða er meiri þekking til staðar á sögunni en í Skálholti og sannast það enn á þessari hátíð.

DEILA VIÐBURÐINUM

bottom of page