top of page

Pílagrímaganga í Skálholt

Hin árlega pílagrímaganga verður gengin frá Reynivallakirkju í Kjós að Þingvallakirkju til Skálholtsdómkirkju á Skálholtshátíð. Leiðinni er skipt upp á fjóra göngudaga frá fim 20. júlí til sun 23. júlí og hefjast göngurnar kl. 9 alla daganna. Göngustjóri er sr. Arna Grétarsdóttir s: 865 1205.

Tickets are not on sale
See other events
Pílagrímaganga í Skálholt
Pílagrímaganga í Skálholt

TÍMI & STAÐSETTNING

20. júl. 2023, 09:00 – 23. júl. 2023, 14:00

Skálholt, Skalholt

UM VIÐBURÐINN

Hin árlega pílagrímaganga verður gengin frá Reynivallakirkju í Kjós að Þingvallakirkju til Skálholtsdómkirkju á Skálholtshátíð. Leiðinni er skipt upp á fjóra göngudaga frá fimmtudeginum 20. júlí til sunnudagsins 23.júlí og hefjast göngurnar kl. 9 alla daganna. Göngudagarnir eru mislangir en hverjum er frjálst að skrá sig og ganga eina dagleið eða part úr dagleið

Dagur 1. Reynivallakirkja kl. 9 að Stíflisdal (við brúna) Dagur 2. Stíflisdalur að Þingvallakirkju. Dagur 3. Þingvallakirkja að Neðra Apavatni. Dagur 4. Neðra Apavatn inn í Skálholtsdómkirkju.

Gangan er fólki að kostnaðarlausu en gert er ráð fyrir að fólk finni sér gistingu sjálft. Útbúnaður og nesti er á ábyrgð hvers og eins.

Hluti göngunnar er gegnin í kyrrð og við hverja áningu er stutt íhugun, bæn eða ritningarlestur. Hver gengur á sínum hraða í þögn eða spjalli, allt eftir vilja hvers og eins.

Löng hefð er fyrir pílagrímagöngu frá Þingvöllum til Skálholts á Skálholtshátíð sem haldin er árlega í kring um Þorláksmessu að sumri 20. júlí. Einnig hefur verið gengið frá öðrum stöðum að Skálholtsdómkirkju í gegnum tíðina. Fyrir nokkrum árum var byrjað að ganga frá Reynivallakirkju í Kjós að Þingvallakirkju

Göngustjórar pílagrímagöngunnar eru hjónin sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós (gsm. 865 2105) og Rúnar Vilhjálmsson.

Í ár er vegleg hátíðardagskrá í Skálholti í tilefni af 60 ára afmæli Skálholtsdómskirkju. Nánar um dagskrá Skálholtshátíðar má sjá á www.skalholt.is

Nánar um Pílagrímagöngur. Pílagrímagöngur eru hluti af hinum kristna menningararfi. Þau sem ferðast til heilagra staða eru kallaðir pílagrímar. Þetta orð er komið úr miðaldalatínu (pelegrinus) en á rætur í klassískri latínu (peregrinus, útlendingur). Slíkar göngur eru farnar af misjöfnum ástæðum; í þakkargjörð, í yfirbótarskyni eða af trúarlegum og/eða menningarlegum áhuga. Gengið er í áföngum en hlé eru notuð til bænahalds, ritningarlesturs eða til íhugunar og kyrrðar. Sjö lyklar pílagrímsins eru: Frelsi, Einfaldleiki, Rósemi, Kyrrð (Þögn), Æðruleysi, Samkennd og Andlegur vöxtur. Þessir lyklar verða sérstaklega íhugaðir með þeim hætti sem hver og einn kýs.

DEILA VIÐBURÐINUM

bottom of page