top of page

Minningardagskrá helguð Jóni Arasyni Hólabiskup kl 20:00

Menningardagskrá í Skálholtskirkju kl 20:00 þriðjudaginn 7. nóvember. Skálholtskórinn syngur. Einsöngur og trompetleikur. Eftir stundina er gengið með blys út að minnismarki Jóns Arasonar Boðið er upp á heitt súkkulaði á Veitingastaðnum Hvönn á eftir. Verið öll velkomin.

Tickets are not on sale
See other events
Minningardagskrá helguð Jóni Arasyni Hólabiskup kl 20:00
Minningardagskrá helguð Jóni Arasyni Hólabiskup kl 20:00

TÍMI & STAÐSETTNING

07. nóv. 2023, 20:00 – 21:00

Selfoss, Skálholt, 806 Selfoss, Iceland

UM VIÐBURÐINN

Menningardagskrá verður helguð herra Jóni Arasyni í Skálholti.  Skálholtskórinn syngur með Skálholtskórnum syngur Sigríður Ósk Kristjánsdóttir einsöng og Jóhann I Stefánsson leikur á trompett. Organisti er Jón Bjarnason. Sr. Kristján Björnsson leiðir stundina og les úr ljóðmælum herra Jóns Arasonar, sem lét lífið fyrir trú sína og ættjörð í Skálholti 7. nóvember 1550. 

Eftir dagskrá í kirkjunni verður gengið eftir nýrri Þorláksleið að minnisvarðanum um Jón Arason með blys til að leggja kertaljós að fótstallinum. 

Eftir stundina verður boðið uppá heitt súkkulaði á veitingastaðnum Hvönn í Skálholtsskóla sem er reyndar opinn með veitingar allan daginn.

Fólk er beðið að klæðast eftir veðri. 

DEILA VIÐBURÐINUM

bottom of page