top of page

Kyrrðardagar með nýju sniði á aðventu 2. - 4. desember - AFLÝST.

AFLÝST! Komdu á Kyrrðardaga á aðventu dagana 2. - 4. desember og njóttu kyrrðar í aðdraganda jólanna. Yfirskrift kyrrðardaganna er "ljósbrot og endurskin". Á kyrrðardögum er lögð áhersla á íhugun, tíðarsöng, kyrrð, útiveru, tónlist, og samfélag án orða. Hvíld og endurnæring á líkama og sál.

Skráningum á námskeiðið er lokið
Sjá aðra viðburði
 Kyrrðardagar með nýju sniði á aðventu 2. - 4. desember - AFLÝST.
 Kyrrðardagar með nýju sniði á aðventu 2. - 4. desember - AFLÝST.

TÍMI & STAÐSETTNING

02. des. 2022, 18:00 – 04. des. 2022, 13:00

Skálholt, 806 Skálholt, Iceland

UM VIÐBURÐINN

ÞVÍ MIÐUR AFLÝST. 

Boðið er upp á endurnærandi kyrrðardaga með nýju sniði á aðventu í Skálholti 2. - 4. desember nk. Njóttu aðdraganda jólanna í kyrrð, þögn og uppbyggingu á líkama og sál í friðsælu umhverfi Skálholts. 

Dagskráin byggir á bænum, íhugunum, helgihaldi með tíðasöng kvölds og morgna og nærandi samveru. Nægt rými er til útiveru og hvíldar í fallegu umhverfi á Hótel Skálholti. Gönguferðir með íhugun á Þorláksleið í umhverfi Skálholts.  Prestur veitir viðtöl þar sem tækifæri er til uppbyggingar og endurnæringar. 

Jón Bjarnason organisti heldur tónleika með orgeltónlist aðventunnar og hægt er að njóta kyrrðar í Skálholtsdómkirkju sem er móðir allra guðshúsa á Íslandi. 

Bænir kvölds og morgna og helgihaldið fer fram í Skálholtsdómkirkju en athyglin er öll á innihald aðventunnar. Góður undirbúningur fyrir jólin er að draga sig afsíðis í hvíld, íhugun og helgihaldi, auk útiveru á sögustaðnum Skálholti. 

Lögð verður sérstök rækt við matseðilinn og hluta matmálstímanna verður fastað uppá hvítt með hvítmeti og alveg yfir í alhvítan rétt á diski. Veitingastaðurinn Hvönn í Skálholti annast góðar veitingar frá hendi Bjarka Sól. 

Leiðbeinandi er sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup.

Dagskrá kyrrðardaga á aðventu:

Föstudagur 2. desember

17.00 – 18.00 Komið á staðinn og herbergin klár. Hægt er að fá herbergin fyrr.

18.00 Kvöldbæn með Lofsöng Maríu í Skálholtsdómkirkju.

18.30 Kvöldverður í Veitingastaðnum Hvönn, borðsal Skálholtsskóla. Hvítur fiskur með hvítvínsósu og hvítu grænmeti, fastað upp á hvítt. Eftirréttur er panna cotta með berjasósu.

20.00 Samvera í setustofunni, arinstofu Skálholtsskóla. Kynning á dagskrá og þátttakendum. Gengið inn í þögnina með náttsöng, kvöldmáltíð og bæn í kapellu Skálholtsskóla.

Laugardagur 3. desember

8.00 Vakið með söng. Morgunverður á Veitingastaðnum Hvönn.

9.00 Morgunbæn, prim, í Skálholtsdómkirkju.

10.00 Íhugun í kapellu Skálholtsskóla. "Þögnin í kærleiksverki Maríu guðsmóður."

10.45 Frjáls tími til útivistar, lestrar eða hvíldar.

12.00 Hádegisbæn og hádegisverður í Gestastofu. Yndælis blómkálssúpa og kaffi á eftir.

13.00 Íhugunarganga með ljósbroti af sögu við kennileiti Skálholts. Lengd göngunnar fer eftir veðri og færð. 

15.00 Kaffi á veitingastaðnum Hvönn þegar fólki hentar. Frjáls tími.

17.00 Orgelleikur í Skálholtskirkju. Tónverk meistaranna á aðventunni. Jón Bjarnason, organisti.

18.00 Kvöldbæn með lofsöng Maríu í Skálholtsdómkirkju.

19.00 Kvöldverður í veitingastaðnum Hvönn. Heimagerðar fiskibollur með smjörsósu, kartöflumús og hvítu grænmeti. Kaffi og kökubiti í eftirrétt.

21.00  Íhugun í kapellu Skálholtsskóla: "Bið og von á aðventu með ilmi myrru og olíu frá Landinu helga."

Sunnudagur 4. desember:

08.00 Vakið með söng. Morgunverður í borðsalnum, Veitingahúsinu Hvönn.

09.00 Morgunbæn, prim, í Skálholtsdómkirkju.

09.30 Samvera í setustofu. Þögn aflétt. Samtal og viðbrögð.

11.00 Messa í Skálholtsdómkirkju 2. sd. í aðventu. Sr. Kristján Björnsson, biskup. Organisti Jón Bjarnason. Fararbæn og blessun í lok messunnar.

12. 15 Hádegisverður á veitingastaðnum Hvönn. Kjúklingabringa með hrísgrjónum, steinsljurótar mauki og hvítu grænmeti.

Skráning og upplýsingar:

Skráning er hér á síðunni og eru þar dálkar að fylla út, m.a. um sérfæði eða sérstakar óskir. Sú nýbreytni er að bjóða uppá lægra verð fyrir tvö/tvær/tvo í herbergi og er hér höfðað til hjóna og annarra sambýlinga eða t.d. systkina eða vini sem vilja upplifa kyrrðina saman.

Hjón eru boðin sérstaklega velkomin með afslætti á gistingunni sem einnig er í boði ef vinir eða systkin vilja gista saman í herbergi. Annars er hver með sitt herbergi.

Innifalið í verði er gisting og allar máltíðir frá föstudagskvöldverði til hádegisverðar á sunnudag. 

Verð á mann í tveggja manna herbergi er 55.560 kr.

Verð á mann í einstaklingsherbergi er 68.460 kr. 

Leiðsögn og skráning er innifalin í þessum verðum. Hægt er að fá reikning fyrir þessum námskeiðskostnaði ef nota á það til endurgreiðslu úr starfsmenntunarsjóðum sem margir launþegar eiga kost á. Við skráningu er sendur reikningur í heimabanka. 

Verið hjartanlega velkomin á kyrrðardaga á aðventu í Skálholti.

https://www.hotelskalholt.is 

DEILA VIÐBURÐINUM

bottom of page