top of page

Kyrrðardagar í kyrruviku 2021 falla niður

FELLUR NIÐUR, ÞVÍ MIÐUR. Kyrrðardagar með íhugun um atburði og upplifun skírdags, föstudagsins langa og hins helga laugardags með tónlist og ör-pílagrímagöngu á Þorláksleið.

Fullbókað er á kyrrðardaga í kyrruviku
Sjá aðra kyrrðardaga
Kyrrðardagar í kyrruviku 2021 falla niður
Kyrrðardagar í kyrruviku 2021 falla niður

TÍMI & STAÐSETTNING

31. mar. 2021, 19:00 – 03. apr. 2021, 13:00

Skálholt, Skálholt Cathedral, Iceland

UM VIÐBURÐINN

Í meira en þrjá áratugi hafa verið haldnir kyrrðardagar í Skálholti á dymbildögum. Þannig hefur orðið til ríkuleg hefð í uppbyggingu og innihaldi kyrrðardaganna. Kyrrðardagarnir hefjast 31. mars, sem er miðvikudagurinn fyrir skírdag, og dagskrá lýkur eftir hádegisverð 3. apríl laugardaginn fyrir páska, hinn helga laugardag sem einnig er nefndur aðfangadagur páska.  

Grundvallarstef og umhugsunarefni kyrrðardaga í kyrruviku er krossferill Jesú Krists og upprisuhátíð páskanna.  

Sérstakt einkenni kyrrðardaga er þögnin. Frá miðvikudagskvöldi til laugardagsmorguns ríkir þögn í samskiptum fólks. Það merkir að engin samtöl í orðum fara fram milli þátttakenda allan þann tíma. Þögnin er einungis rofin ef þátttakendur vilja taka undir söng og bæn í bænastundum og ef þeir óska samtals í einkaviðtölum. Kyrrðardagar í dymbylviku taka enn frekar en aðrir kyrrðardagar mið af þögn í kristnum sið. Þess er minnst hversu oft Jesús stýrir atburðarrásinni með þögn og svarar stundum með áhrifamikilli þögn. Á þetta sérstaklega við í píslarsögunni. 

Inntak kyrðardaga er að gefa þáttakendum tóm til að eiga stefnumót við Guð og mæta honum í trú og bæn. Ríkulegum tíma er varið til bæna, íhugunar og samfélags í kyrrð. Einungis lágvær tónlist í matsal rýfur kyrrðina innan húss. Fullkomin kyrrð á að ríkja í húsinu frá klukkan tíu að kveldi til klukkan átta að morgni.   

Matmálstímar að morgni, um hádegi og um kvöld eru í dagskránni, en kaffi og te er aðgengilegt allan daginn. Fastir tímar eru einnig fyrir íhuganir, bænahald og viðtal við prest, og fyrir bænahald og guðsþjónustur í kirkjunni. Þátttaka í öllum þeim stundum er frjáls. Reynt er að hafa góðan tíma milli dagskráratriða til útivistar eða annarrar iðju að eigin vali. Í íhugunum og bænahaldi er fjallað um  tákn og tilvist kristinnar trúar. Fjallað er sérstaklega um hvernig táknheimur dymbyldaga getur snert okkur.

Auk þess helgihalds sem eingöngu er ætlað þátttakendum á kyrrðardögum er kvöldmessa og afskrýðing altarisins á skírdagskvöld kl. 20 og guðsþjónusta með lestrum úr píslasögunni og kórsöng á föstudaginn langa kl. 16.00 í Skálholtsdómkirkju þar sem allir eru velkomnir.

Farið er í einu og öllu eftir sóttvarnarreglum sem verða munu á þessum tíma. Einstaka þættir sem vera eiga í setustofu eða salnum í Skálholtsskóla gætu verið fluttir í kirkjuna og verður farið yfir það á kynningarfundinum í upphafi. Í vetur hefur gengið vel að fara eftir öllum viðmiðunum í nánu samráði við sóttvarnarlækni. Hafa þátttakendur átt sitt númeraða sæti með góðu bili á milli í matsal, kirkju og öðrum sölum og fólk hefur borið grímu á göngum og þar sem ekki eru númeruð sæti með góðu millibili. Að öðru leyti hafa kyrrðardagar í Skálholti reynst falla prýðilega að friðhelgi og persónumörkum enda byggðir á ævafornri hefð í helgun manneskjunnar og næði til kristinnar íhugunar.

Dagskrá kyrrðardaganna er sem hér segir.

Miðvikudagur 31. mars

Þátttakendur mæta í Skálholt eftir hádegi eða síðdegis og koma sér fyrir á herbergjum. 

18.00 Kvöldbænir í Skálholtsdómkirkju. Að loknum bænum er stutt kynning á dagskránni og sagt frá kirkjunni og öðrum húsakynnum. Kynntar verða gönguleiðir og helstu sögustaðir í Skálholti.

19.00 Kvöldverður í matsal.

20.00 Samvera í setustofu. Samverunni lýkur með því að gengið er inn í þögnina með bæn og íhugun.

21.00 Náttsöngur í Skálholtsdómkirkju, vesper.

Fimmtudagur 1. apríl, skírdagur.

08.00  Vakið með söng

Morgunverður

09.00  Guðsþjónusta með íhugun um fyrirgefninguna í skriftum og aflausn.

10.00 - 12.00 Frjáls tími

12.00 Hádegisbæn 

12.10 Hádegisverður

13.00 – 15.00 Einkaviðtöl 

15.00 – 16.30 Kaffi og te á borðum í matsal

17.00 Íhugun. Þegar konan veitti Jesú smurninguna í Betaníu. Kapella Skálholtsskóla

18.00 Kvöldbænir í kirkjunni

18.30 Kvöldverður

20.00 Messa á skírdagskvöldi í Skálholtsdómkirkju. Getsemanestund í kirkjunni að lokinni messu

Föstudagurinn langi 2.apríl

08.00 Vakið með söng

Morgunverður

09.00 Guðsþjónusta í kapellu skólans með íhugun um fótaþvott Jesú og handaþvott Pílatusar.

Frjáls tími

11.00 – 12.00  Einkaviðtöl   

12.00 Hádegisbæn í matsal

12.10 Hádegisverður

13.00 - 14.00 Stutt pílagrímaganga á heimatorfunni. Íhuganir á minnisverðum stöðum í bland við göngu í þögn

16.00 - 17.00  Föstuguðsþjónusta í Skálholtsdómkirkju með lestri píslarsögunnar og passíusálma. Kórsöngur og orgelleikur.    

18.00 Kvöldbæn í Þorláksbúð

18.30 Kvöldverður

20.00 Íhugun í kapellu skólans: Mattheusarpassía Jóhanns Sebastian Bachs. Myndbandsupptaka.  

Laugardagur fyrir páska 3. apríl 

08.00  Vakið með söng. 

Morgunverður.  

09.00  Árdegismessa í Skálholtsdómkirkju með altarisgöngu og íhugun um hinn helga laugardag fyrir páska. (Sabbatum sanctum)  

11.00  Samvera í setustofu. Þögninni aflétt.  

12.00  Hádegisverður og brottför.

Helgihald og umsjón. Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup. 

Guðsþjónustur og bænahald í Skálholtsdómkirkju

Sr. Egill Hallgrímsson sóknarprestur

Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup 

Jón Bjarnason, organisti og kórstjóri

Skálholtskórinn

Starfsfólk Skálholtsskóla

Framkvæmdastjóri tekur við skráningum á netfangið skalholt@skalholt.is

og á heimasíðu Skálholts https://www.skalholt.is/

Verð fyrir alla dagana með gistingu, fullu fæði og skráningargjaldi er kr. 49.500,-. Hægt er að sækja um styrk úr kyrrðardagasjóði og í starfsmenntunarsjóðum stéttarfélaga.

DEILA VIÐBURÐINUM

bottom of page