Jólatónleikar í Skálholtsdómkirkju með Kristjáni Jóhannssyni 15. des kl 20:00
Dásamlegir jólatónleikar í Skálholtskirkju þar sem hátíðlegur jólaandi svífur yfir vötnum. Fjórir uppsveitakórar koma fram, Jóhann Stefánsson spilar á trompet og heiðursgestur er Kristján Jóhannsson. Á dagskránni eru hátíðleg jólalög sem koma gestum í jólaskap. Miðasala á Tix.is


TÍMI & STAÐSETTNING
15. des. 2022, 20:00 – 22:00
Skálholt, 806 Skálholt, Ísland
UM VIÐBURÐINN
Heiðursgestur á tónleikunum er Kristján Jóhannsson óperusöngvari sem syngur einsöng með kórunum.
Hátíðlegir jólatónleikar þar sem Skálholtskórinn, Kirkjukór Breiðabólstaðarprestakalls, Kirkjukór Odda- og Þykkvabæjarkirkju og Kirkjukór Landeyja koma saman í Skálholti og syngja þekktar perlur aðventu og jólatónlistar sem koma öllum í hatíðarskap.
Á tónleikunum munu kórarnir einnig syngja yndislega tónlist eftir John Rutter. Meðal verka sem flutt verða eru Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns, Nóttin var sú ágæt ein, Guðs Kristni í heimi og Ó, helga nótt svo eitthvað sé nefnt.
Samtals eru um 80 kórsöngvarar sem syngja allir saman og líka í minni hópum.
Jóhann I. Stefánsson leikur á trompet.
Organistarnir Jón Bjarnason og Guðjón Halldór Óskarsson stjórna kórunum og leika með á orgel.
Miðaverð 4000 kr - Miðasala á Tix.is