top of page

"Í þínar hendur fel ég anda minn!" Kyrrðardagar í kyrruviku. Fastað uppá hvítt.

Á dymbyldögunum leynast dýpstu og mikilvægustu atburðir kristinnar trúar. Margt vitnar um þögla trúarreynslu. Áhersla er lögð á atburði skírdags, föstudags langa og fagnaðareindið. Listagóðar máltíðir með "föstu uppá hvítt" en auk þess útivera, kristnar íhuganir og viðtal við prest.

Registration is closed
See other events
"Í þínar hendur fel ég anda minn!" Kyrrðardagar í kyrruviku. Fastað uppá hvítt.
"Í þínar hendur fel ég anda minn!" Kyrrðardagar í kyrruviku. Fastað uppá hvítt.

TÍMI & STAÐSETTNING

13. apr. 2022, 18:00 – 16. apr. 2022, 13:00

Skálholt, Skálholt, Iceland

UM VIÐBURÐINN

Kyrrðardagar í kyrruviku 2022

„Í þínar hendur fel ég anda minn!“

Miðvikudag 13. apríl til laugardags 16. apríl

Leiðbeinendur eru sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup, og sr. Dagur Fannar Magnússon, sóknarprestur.

Miðvikudagur 13. apríl (kvöldið fyrir skírdag)

Þátttakendur koma á staðinn.

Kl. 18.00 Kvöldbæn í Skálholtskirkju.

Kl. 19.00 Kvöldverður: Hvítur fiskur með hvítvínssósu og hvítu grænmeti. Panacotta með mandarínu sírópi og tvíböku.

Kl. 20.00 Kynningarfundur í Setustofu.

Kl. 21.00 Kvöldmessa í Kapellunni og gengið inní kyrrðina.

Skírdagur, fimmtudagur 14. apríl

Kl. 08.00 Vaknað við söng

Morgunverður í Borðsal.

Kl. 09.00 Morgunbæn/Prim í Skálholtskirkju.

Kl. 10.00 Íhugun í Gestastofu: Í þínar hendur ... fel ég anda minn!

Kl. 12.00 Hádegisverður í Gestastofu: Blómkálssúpa með hvítu brauði, pestó og hummus.

Viðtal við prest, Gestastofa 2. hæð/Frjáls tími.

Kl. 14.00 Íhugun í Gestastofu: Hin þögla bið í Getsemanegarðinum.

Viðtal við prest, Gestastofa 2. hæð/Frjáls tími.

Kl. 15.00 Síðdegiskaffi í Gestastofunni.

Viðtal við prest/Frjáls tími.

Kl. 17.00 Orgeltónleikar í Skálholtskirkju.

Kl. 18.00 Kvöldbæn í Skálholtskirkju.

Kl. 18.30 Kvöldverður/Agape-máltíð í kirkjunni: Kjúklingasúpa með hvítu brauði, hummus og þeyttu smjöri. Hjónabandssæla.

Kl. 20.00 Kvöldmessa/Síðasta kvöldmáltíðin í Skálholtskirkju.

Föstudagurinn langi 15. apríl

Kl. 08.00 Vaknað við söng.

Morgunverður í Borðsal.

Kl. 09.00 Morgunbæn/Prim í Skálholtskirkju.

Kl. 10.00 Íhugun í Gestastofu: Sjö orð Krists á krossinum.

Kl. 12.00 Hádegisverður í Gestastofu: Kjötbollur í besamel með hvítum kartöflum og fersku salati.

Viðtal við prest, Gestastofa 2. hæð/Frjáls tími.

Frjáls tími til útiveru

Viðtal við prest, Gestastofa 2. hæð

Kl. 15.00 Síðdegiskaffi í Gestastofu

Kl. 16.00 Guðsþjónusta í Skálholtskirkju. Lesið úr píslarsögunni og passíusálmum. Kórverk. Skálholtskórinn.

Kl. 18.00 Kvöldbæn í Þorláksbúð (completorium)

Kl. 19.00 Kvöldverður í Borðsal: Heimagerðar fiskibollur með smjörsósu, kartöflumús og hvítu grænmeti.

Kl. 20.00 Íhugun í Salnum: Orðlaus í Passíusálmunum.

Kl. 21.00 Tónverkið Matteusarpassían e. J.S. Bach í Salnum

Laugardagur 16. apríl, hinn helgi laugardagur

Kl. 08.00. Vaknað við söng.

Morgunverður í Borðsal.

Kl. 09.00 Morgunbæn/Prim á hinum helga laugardegi.

Frjáls tími og dvalið eða gengið í kyrrð.

Kl. 10.20 Þögninni lyft með fundi, samtali og fararblessun. 

Kl. 12.00 Hádegisverður: Lambapottréttur með súrkáli, kryddjurtasalati og súrdeigsbrauði.

Möndlukaka með rjóma og berjum.

Heimferð.

Heildarverð með 7.000,- króna skráningar- námskeiðsgjaldi er samtals 86.200,- á mann í eins manns herbergi og kr. 72.650,- á mann í tveggja manna herbergi en þetta verð er fyrir hjón, sambýlinga, vini eða systkini sem skrá sig saman. Á skráningarsíðunni er reitur þar sem taka skal fram óskir um sérstakt fæði eða annað sem taka þarf mið af. Upplýsingar veitir Herdís Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri (herdis@skalholt.is).

Dagskrá, staðir, gisting og veitingar:

Alla dagana er almennt fastað uppá hvítt, fisk, kjúkling o.s.frv. með undantekningum.

Þessir dagar eru hápunktur föstunnar og íhugunin snýst um þagnir og kyrrð í dýpstu merkingu kristinnar trúar.

Staðirnir eru Skálholtskirkja, Kapellan í sal skólans, Salurinn, Setustofan, Gestastofan,

Borðsalurinn/veitingastaðurinn Hvönn.

Nýlagað molakaffi eftir máltíðir og/eða með eftirréttum. Ávextir á kvöldin.

Öll gistiálman á sjálfu hótelinu með Setustofu og Garðskála er eingöngu fyrir þátttakendur á kyrrðardögunum.

DEILA VIÐBURÐINUM

bottom of page