Hátíðarmessa í Skálholtsdómkirkju kl. 14
Hátíðarmessa í Skálholtsdómkirkju. Sextíu ára vígsluafmæli kirkjunnar. Kristján Björnsson, vígslubiskup, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sveini Valgeirssyni, dómkirkjupresti, sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur, prófasti, sr. Maríu Rut Baldursdóttur, presti, og sr. Gísla Gunnarssyni, Hólabiskup


TÍMI & STAÐSETTNING
23. júl. 2023, 14:00 – 15:00
Skálholt, Skálholt, 806 Selfoss, Iceland
UM VIÐBURÐINN
Hátíðarmessa í Skálholtsdómkirkju. Sextíu ára vígsluafmæli kirkjunnar. Jesús segir: „Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra sem til mín kemur og þann aldrei þyrsta sem á mig trúir.“ Skálholtskórinn syngur. Organisti er Jón Bjarnason. Trompetleikarar eru Jóhann I. Stefánsson og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson. Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sveini Valgeirssyni, dómkirkjupresti, sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur, prófasti, sr. Maríu Rut Baldursdóttur, presti, og sr. Gísla Gunnarssyni, Hólabiskupi. Lesarar verða Kristín Ingólfsdóttir, fv. rektor HÍ og stjórnarmaður Verndarsjóðs Skálholtsdómkirkju, og Þórarinn Þorfinnsson, formaður sóknarnefndar Skálholtssóknar.
Allir þættir hátíðarinnar eru opnir öllum og enginn aðgangseyrir er að hátíðinni. Sumir þættir hennar fara fram á ensku. Málsverði og kaffiveitingar er hægt að kaupa á Veitingastaðnum Hvönn í Skálholti alla dagana og gisting er á Hótel Skálholti.
Skálholtsstaður býður öllum í veglegt kirkjukaffi eftir hátíðarmessu sunnudagsins í tilefni af 60 ára vígsluafmælis kirkjunnar og endurnýjunar hennar.
Fyrri hluti yfirskriftarinnar, "Grasið visnar sagan vex" er sóttur í 40. kafla Jesaja líkt og gert var við vígslu kirkjunnar 21. júlí 1963. Stefið kemur einnig fram í þjóðsöngnum okkar og ótrúlega víða í bókmenntum, sálmum og ljóðum. Mikil áhersla er á sögurannsóknir á Skálholtshátíð 2023. Er síðari hluti yfirskriftarinnar byggður á því hvernig sagan vex með okkur á hverju ári en mest þegar við rannsökum sögu og minjar og sjáum á henni nýjar hliðar. Sagan vex líka með útgáfu erinda og bóka. Óvíða er meiri þekking til staðar á sögunni en í því sem tengist Skálholti og sannast það enn á þessari hátíð.