top of page

Gróðursetningarnámskeið

Skálholtsstaður efnir til námskeiðs í gróðursetningu 9:00 - 15:00 föstudaginn 10. september nk. Grænir söfnuðir og félagasamtök eru boðin velkomin í Skálholt og taka þátt í námskeiði og gróðursetningardeginum. Námskeiðið er haldið í Gestastofunni í Skálholti.

Registration is Closed
See other events
Gróðursetningarnámskeið
Gróðursetningarnámskeið

TÍMI & STAÐSETTNING

10. sep. 2021, 09:00 – 15:00

Skálholt, Skálholt, Iceland

UM VIÐBURÐINN

Skálholtsstaður efnir til gróðursetningardags föstudaginn 10. september nk.

Grænir söfnuðir og félagasamtök eru boðin velkomin í Skálholt og taka þátt í gróðursetningardeginum.

Námskeið í gróðursetningu

Dagskrá

9:00 - Herdís Friðriksdóttir framkvæmdastjóri mun kynna landnemaverkefnið

9:15 - Sigríður Erla Elefsen skógfræðingur mun fara yfir grunnatriði skógræktar m.a. val á trjátegundum, undirbúning lands fyrir skógrækt og gróðursetningu. Skoðað er hvernig landgræðsla og skógrækt bindur kolefni og gestir læra að reikna út kolefnisspor sitt.

12:00 – Hádegisverður – súpa, brauð, hummus og pestó.

13:00 – 15:00 Sýnikennsla og gróðursetning í landnemaspildum. Sigríður fer vel yfir hvar best er að staðsetja plöntuna við gróðursetningu og hvaða og hve mikinn áburð á að nota. Landnemar fá svo að gróðursetja að vild í landnemaspildur sínar.

Landnemar sjá sjálfir um að kaupa trjáplöntur til gróðursetningar. Hægt er að kaupa trjáplöntur á eftirfarandi stöðum: Storð í Laugarási, Kvistum í Reykholti, Nátthaga við Hveragerði, Gróðrastöðin Kjarr á Selfossi, Gróðrastöðinni Mörk Reykjavík og á fleiri stöðum.

Skálholtsstaður útvegar gróðursetningarverkfæri og áburð

Verð: 9500 kr

Áhugasamir landnemar geta fengið nánari upplýsingar og skráð sig á heimasíðu Skálholts

Skráningarfrestur er til 5 sept

Hámarksfjöldi þátttakenda er 20

Eina leiðin að tryggja sér öruggt pláss er að skrá sig sem fyrst.

MIÐAR

  • Gróðursetningarnámskeið

    Gróðursetning í Skálholti 9:00 - 15:00 föstudaginn 10 sept 2021 Greiðsluseðlar verða sendir á skráða þátttakendur. Mikilvægt er að greiðendur skrái kennitöluna sína.

    0 ISK

Total

0 ISK

DEILA VIÐBURÐINUM

bottom of page