top of page

Útimessa við Þorlákssæti - Setning Skálholtshátíðar

lau., 20. júl.

|

Þorlákssæti

Útimessan er haldin við Þorlákssæti (austur af minnisvarða herra Jóns Araonar). Hefst hún með göngu frá kirkjudyrum kl. 9 og lýkur með setningu Skálholtshátíðar. Hægt er að koma beint að Þorlákssæti.

Útimessa við Þorlákssæti - Setning Skálholtshátíðar
Útimessa við Þorlákssæti - Setning Skálholtshátíðar

Tími og staðsetning

20. júl. 2024, 09:00 – 9:50

Þorlákssæti, Skálholt, Ísland

Um viðburðinn

Útimessan er við Þorlákssæti og liggur göngustígur, Þorláksleið, framhjá minnisvarða um herra Jón Arason. Slétt og þægileg gönguleið að mestu á malbikuðum stíg og tekur um 7 mín. Þorlákssæti er sagt hafa verið staðurinn sem Þorlákur helgi Þórhallsson gerði að sínum einka griðarstað. Sagt er að hann hafi gjarnan gengið þangað til að losna undan ys og þys staðarins og stjórnunar. Sú hefð hefur því skapast að Þorlákssæti er staður kyrrðar og íhugunar sem enginn má raska. Morgunbæn við Þorlákssæti er sérstaklega fögur við sólarupprás eða snemma á sumarmorgni. Að venju leiðir vígslubiskup morgunmessuna og annast útdeilingu með aðstoð viðstaddra sem einnig eru fengnir til að lesa úr Heilagri ritningu í kyrrð morgunsins. 

Deila viðburði

bottom of page