Útimessa við Þorlákssæti og setning Skálholtshátíðar
lau., 19. júl.
|Skálholtsdómkirkja
Laugardaginn 19. júlí er útimessa við Þorlákssæti þar sem hátíðin er sett. Safnast er saman á kirkjutröppunum fyrir kl. 9 og gengið í skrúðfylkingu að Þorlákssæti sem er litlu austar en Minnisvarðinn um Jón biskup Arason.


Tími og staðsetning
19. júl. 2025, 09:00 – 9:50
Skálholtsdómkirkja, Skálholt, Bláskógabyggð, Ísland
Um viðburðinn
Útimessa við Þorlákssæti þar sem hátíðin er sett. Gengið er að Þorlákssæti í skrúðfylkingu úr forkirkjunni með sálmabækur og önnur instrument.
Útimessan við Þorlákssæti hefur verið á dagskrá hátíðarinnar um árabil og það hefur verið merkilegt að upplifa það hversu oft hefur verið hægt að messa utandyra á þessum árum.
Gangan tekur um 5-7 mínútur og eru að sjálfsögðu allir velkomnir í þennan yndæla viðburð sem messan er. Hátíðleg stund á fallegum stað. Forsöngvari og hringjari er Jón Bjarnason, organisti, en sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup Skálholts, þjónar þarna við fótskör Þorláks helga Þórhallssonar á klöppinni sem kennd er við hann. Samfélagið um Guðs borð fær alveg nýja merkingu sem samfélagið um síðustu kvöldmáltíðina í móum og kletti.