Sunnudagsmessa með söng frá kór Seljakirkju kl 11.00
sun., 12. okt.
|Skálholtsdómkirkja
Sunnudaginn 12. október er messa kl 11 í Skálholtsdómkirkju þar sem sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir sóknarprestur þjónar. Sérstakir gestir þennan dag eru kór Seljakirkju í Reykjavík


Tími og staðsetning
12. okt. 2025, 11:00 – 12:00
Skálholtsdómkirkja, Skálholt, 806 Selfoss, Ísland
Um viðburðinn
Sunnudaginn 12. október er messa kl 11 í Skálholtsdómkirkju þar sem sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir sóknarprestur þjónar. Sérstakir gestir þennan dag eru kór Seljakirkju í Reykjavík sem syngur undir stjórn Tómasar Eggerts Guðnasonar organista. Kórinn dvelur í Skálholtsbúðum alla næstu helgi til að efla andann og æfa fyrir átök komandi mánaða og við í Skálholti erum mjög glöð að taka á móti þeim í messunni okkar.
Í Skálholtskirkju verður Fjölskylduborðið með litablöðum og mjúkum dýrum á sínum stað en þar má fólk á öllum aldri tylla sér og grípa í pensil á meðan messunni stendur. Innilega velkomin.



