fim., 06. jún.
|Selfoss
Sumartónleikar í Skálholti 6 - 14 júlí 2024
Sumartónleikar í Skálholti verða haldnir í Skálholtsdómkirkju dagana 6 - 14 júlí nk. Dagskráin er að venju mjög fjölbreytt og áhugaverð en í ár verður lögð áhersla á barnaprógramm. Staðartónskáld er Bára Gísladóttir tónskáld sem hefur hlotið fjölda tónlistarverðlauna. Sjá nánar á sumartonleikar.is
Tími og staðsetning
06. jún. 2024, 13:00 – 14. jún. 2024, 17:00
Selfoss, Skálholt,
Um viðburðinn
Sumartónleikar í Skálholti verða haldnir frá 6 - 14 júní nk en dagskrána má nálgast hér: www.sumartonleikar.is
Tónleikarnir eru fjölbreyttir en úrval tónlistarfólks kemur fram á fjölmörgum tónleikum á tímabilinu. Lögð er áhersla á barnadagskrá þar sem börn fá fræðslu og hlýða á tónlist. Staðartónskáld í ár er Bára Gísladóttir tónskáld og kontrabassaleikari. Hún er margverðlaunuð og er einn hluthafi Tónskáldaverðlauna 2024 og íslensku tónlistarverðlaunin árið 2024 í sígildri og samtímatónlist.
Sumartónleikar í Skálholti hafa verið starfandi frá árinu 1975 og staðið fyrir tónleikahaldi í Skálholtskirkju í 5 – 6 vikur á hverju sumri. Hátíðin er sú elsta og jafnframt stærsta sinnar tegundar á landinu og einn stærsti menningarviðburður sem fram fer á Suðurlandi yfir sumartímann. Á hverju sumri sækja á þriðja þúsund manns Sumartónleikana.
Eitt helsta markmið Sumartónleika í Skálholti er að stuðla að nýsköpun íslenskrar tónlistar. Tónverkin sem frumflutt hafa verið á hátíðinni nálgast 200, og hafa flest helstu tónskáld Íslands komið þar við sögu. Margir af þekktustu tónlistarflytjendum þjóðarinnar hafa einnig komið að starfi Sumartónleikanna á starfsferli sínum, og fjölmargir virtir erlendir flytjendur hafa sótt Sumartónleika heim. Hátíðin hefur skapað sér sess sem mikilvæg tónlistarhátíð langt út fyrir landsteinana, sérstaklega hvað varðar flutning á tónlist 17. og 18. aldar.