Söguganga með Bjarna Harðar
mið., 22. maí
|Skálholtskirkja
Bjarni Harðarsson leiðir göngu um Skálholtsstað miðvikudaginn 22. maí kl 18:00 - Safnast verður við kirkjuna og gengið um Skálholtsstað og farið yfir sögu og sögupersónur Skálholtsstaðar. Bjarni Harðar er þekktur sagnamaður en hann þekkir sögu Skálholtsstaðar mjög vel.


Tími og staðsetning
22. maí 2024, 18:00 – 19:00
Skálholtskirkja
Um viðburðinn
Bjarni mun segja sögur tengdar sögu og sögupersónum Skálholtsstaðar. Farið verður yfir gamlar sagnir, þjóðsögur og frásagnir af yfirnáttúrulegum atburðum í Skálholti. Gengið verður um svæði sem þekkt eru fyrir sagnir, þjóðsögur og atburði sem fá hárin til að rísa. Minningarsteinn um aftöku Jóns Arasonar og sona hans verður heimsóttur, farið inn í Þorláksbúð, í gegnum undirgöngin og sagðar ýmsar sögur af atburðum úr fortíð og nútíð sem gerst hafa í Skálholti.
Aðgangur ókeypis og þið eruð öll velkomin.
Veitingastaðurinn Hvönn verður opinn og tilvalið að fá sér veitingar þar fyrir eða eftir gönguna.