top of page

lau., 20. júl.

|

Skálholtsdómkirkja

Skálholtshátíð 2024

Skálholtshátíð í 75 ár 1949 – 2024

Skálholtshátíð 2024
Skálholtshátíð 2024

Tími og staðsetning

20. júl. 2024, 09:00 – 21. júl. 2024, 21:20

Skálholtsdómkirkja, Skálholt

Um viðburðinn

Skálholtshátíð í 75 ár 1949 – 2024

Ávöxtur friðar er okkar ljós

Laugardagur 20. júlí, Þorláksmessa á sumar

Kl. 9.00. Útimessa við Þorlákssæti. Setning Skálholtshátíðar.

Kl. 10 - 12. Málþing um frið og von fyrir botni Miðjarðarhafsins.

Seminar (að hluta á ensku) á vegum Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar.

Fyrirlesarar: Dr. Munther Isaac, prestur lúthersku kirkjunnar í Betlehem, og

dr. Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor við Williams háskóla í

Massachusetts í Bandaríkjunum, auk Ólafar Ragnarsdóttur, fréttamanns RÚV.

Bogi Ágústsson, formaður Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar setur

málþingið. Málstofustjóri er sr. Matthildur Bjarnadóttir.

Kl. 12.00. Hádegisverður á Hvönn.

Kl. 12.00. Fornleifaskóli Barnanna – Eva Bryndís Ágústdóttir

fornleifafræðingur kynnir ýmsar fornleifir og gripi sem fundist hafa í Skálholti.

Börnin fá svo að grafa eftir fornleifum

Kl. 13.00 - 14.00. Málstofa til minningar um dr. Karl Sigurbjörnsson,

biskup Íslands.

Dr. Gunnlaugur A. Jónsson flytur erindi um ævi og verk Karls biskups.

Erindi um list í kirkjum og list í verkum Karls biskups.

Málstofustjóri: Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup.

Kl. 16.00. Hátíðartónleikar á Skálholtshátíðar 2024 á 75 ára afmæli

Skálholtshátíðar. Flutt verður fjölbreytt og hátíðleg tónlist og er stjórnandi

þeirra Jón Bjarnason, organisti. Hápunkturinn á hátíðartónleikunum er

Kantata eftir Johann Sebastian Bach,Vergnügte Ruh, beliebte Seelenlust, BWV

170, sólókantata sem Sigríður Ósk Kristjánsdóttir flytur ásamt orgeli, óbói og

strengjasveit. Auk þess verður fluttur orgelkonsert eftir Georg Friedrich

Handel og Skálholtskórinn flytur verk eftir Antonio Lotti.

Auk Sigríðar Óskar Kristjánsdóttur, eru helstu flytjendur Páll Palomares

konsertmeistari, Matthías Birgir Nardeau óbóleikari og Skálholtskórinn.

Kl. 18.00. Tíðargjörð í Skálholtsdómkirkju.

Sunnudagur 21. júlí, Skálholtshátíð í 75 ár

Ávöxtur friðar er okkar ljós

Kl. 9.00. Tíðargjörð í Skálholtsdómkirkju.

Kl. 11.00. Orgeltónleikar Jóns Bjarnasonar. Það eru allt verk eftir Johann

Sebastian Bach sem verða flutt á orgelið í Skálholtsdómkirkju.

Kl. 12.00. Fornleifaskóli Barnanna – Eva Bryndís Ágústdóttir

fornleifafræðingur kynnir ýmsar fornleifir og gripi sem fundist hafa í Skálholti.

Börnin fá svo að grafa eftir fornleifum

Kl. 14.00. Hátíðarmessa í Skálholtsdómkirkju. Skálholtshátíð 1949 –

2024. „Hegðið ykkur því eins og börn ljóssins. Því að ávöxtur ljóssins er

einskær góðvild, réttlæti og sannleikur.“ (Ef 5.8b-9). Gullna reglan og þrönga

hliðið. (Matt. 7.12-14). Skálholtskórinn syngur. Stjórnandi og organisti er Jón

Bjarnason. Trompetleikarar eru Jóhann I. Stefánsson og Vilhjálmur Ingi

Sigurðarson. Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup, prédikar og þjónar fyrir

altari ásamt sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur, episcopus electus, sr. Axel Á.

Njarðvík, sóknarpresti, Bergþóru Ragnarsdóttur, djákna, sr. Guðlaugu Helgu

Guðlaugsdóttur og frú Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands. Lesarar eru

Erlendur Hjaltason, formaður Skálholtsfélagsins hin nýja, og Bogi Ágústsson,

formaður Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar.

Kl. 15.00. Kirkjukaffi í boði Skálholtsstaðar.

Kl. 16.00. Hátíðardagskrá í Skálholtsdómkirkju.

„Ávöxtur friðar er okkar ljós.“

Ávarp: Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.

Hátíðarerindið flytur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson.

Flutt verður stutt ágrip af sögu Skálholtshátíða í 75 ár.

Ávarp: Ráðherra.

Gísli Stefánsson, bariton, syngur einsöng og Skálholtskórinn syngur undir

stjórn Jóns Bjarnasonar, organista.

Vígslubiskup stýrir dagskrá og flytur fréttir.

Kl. 18.00. Te Deum í Skálholtsdómkirkju

Deila viðburði

bottom of page